Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Qupperneq 119
..Hverju reiddust goóin?“
árum síðar í ræðu, sem lögð er í munn Einari Þveræingi, tengdasyni Snorra
goða, þegar hann mælti gegn því, að Ólafi konungi Haraldssyni væri afltent
Grimsey sem vinargjöf, og er sú frásögn svo þjóðkunn, að óþarfi er að fara um
hana fleiri orðum. En i báðum þessum frásögnum birtist hæfdeikinn til að ljá
ckki fangstaðar á sér. Islensku samfélagi er gefið kristið nafn til að kippa fótum
undan ástæðu, sem Ólafur Tryggvason hefði annars gefið sér til alvarlegri
aðgerða. 24 árum síðar er lagt til, að Noregskonungi séu sendar dýrargjafir sem
vott um vinarþel i hans garð. Grímsey má ekki láta af hendi, en því er bætt við,
að þótt Ólafur Haraldsson sé hinn mætasti konungur, þá gæti síðar tekið við
konungur annarrar gerðar. Allur er varinn góður, og „fagurt skal mæla, en flátt
hyggja“. Þannig orðuðu forfeður okkar það félagsmálahugtak, sem nú heitir
„diplómatí“ á alþjóðamáli.
Enn endurtekur sagan sig á áberandi hátt við siðaskiptin um miðja 16. öld. Á
sviði trúarskoðana ber alls ekki á öðru en að þjóðin hafi fljótlega sætt sig hið
besta við breytinguna. Það eru litlar sem engar frásagnir, sem benda til sársauka
í hjarta út af missi dýrlinga og skrautlegra helgitákna. íslenska þjóðin meðtó.k
bibliuna sem sannkallaða guðsgjöf og færðu hana þegar til hins fegursta gull-
aldarmáls í einum hinna fullkomnustu ytri umbúða, sem islenskri bókagerðar-
list hefur auðnast að skapa.
En hetja þjóðarinnar i átökum siðaskiptanna verður forvígismaður hins forna
siðar, sem var ger útlægur úr þjóðlifinu og litt harmaður. Og það gerðist vegna
þess, að hann var talinn verndari kjörgripa, sem i þjóðarvitundinni var enn
meira fjöregg þjóðlífsins en sjálf biblían, sem segja má að siðbótin gæfi hverju
íslensku barni í tannfé. Með hve mikilli harðýðgi og rangsleitni sem katólsk
kirkja hafði sölsað undir sig fjármuni skjólstæðinga sinna hærri sem lægri, þá
var hún kirkja íslenskra höfðingja og auðæfi hennar voru islensk auðæfi. En
með siðbótinni voru þessi auðæfi flutt í sjóði erlends konungsvalds. Katólska
kirkjan á Islandi var innlent vald, sem mörgum sinnum hlaut sterkt aðhald frá
íslenskri alþýðu undir forustu íslenskra höfðingja. En með siðbótinni var vald
hennar flutt til erlendra aðila, sem vonlitið var að ná til að nokkru ráði. Því var
heill þeim, sem fórnaði lífi sínu til að reyna að hindra þau örlög. Þess vegna
hvílir ljómi yfir harðjaxlinum Jóni Arasyni í vitund íslenskrar þjóðarsálar fram á
þennan dag.
5
I frásögnum þessum og mati þjóðarinnar á atburðunum birtast einkenni, sem ég
vil leyfa mér að nefna íslensk sérkenni. Þessi sömu sérkenni í afstöðu til
373