Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Page 120
Tímarit Má/s og menningar
trúarlegra málefna koma víða fram í þjóðsögum okkar, en þær eru óumdeilt
einn skýrasti vitnisburðurinn um það, sem innst býr í þjóðarvitund og þjóðar-
viðhorfum. Tökum til dæmis söguna um kirkjuna, sem fyrirfannst ekki. Biskup
er á yfirreið til athugunar um ástand kirkna og skráir um það skýrslur. Hver
hlutur, sem fyrirfinnst í eigu hverrar kirkju um sig, er ritað á skrá með sérstakri
nákvæmni og ekkert eftir skilið, hvort sem það eru blöð úr trosnuðu kveri eða
beiglaður kakleikur eða platínudós úr verðlitlu efni. Þegar biskup hefur lokið
þessari upptalningu á einum kirkjustaðnum, þá bætir hann við þessari þjóð-
kunnu yfirlýsingu: „Kirkja fyrirfinnst engin“. Orsök kirkjuleysisins var sú, að
yfir héraðið höfðu gengið svo kaldir vetur, að ei varð afborið í lélegum
húsakynnum, þegar hvergi fyrirfannst eldsneyti að leggja í hlóðir til að ylja loft
innan þröngra veggja. Þá varð þegjandi samkomulag milli prests og safnaðar, að
það skyldi óátalið, þótt seilst væri í kirkjuviðina eftir eldsmat, þegar svo
dæmdist rétt vera, að með því mætti bjarga einhverjum, sjúkum eða öldruðum
eða veikburða barni, frá bráðum bana.
í sannkristnu þjóðfélagi ætti það að vera hið almenna viðhorf, að allt
mótlæti, sem maðurinn hefur við að stríða, er honum sent af kærleiksríkum
föður sem réttlát hegning fyrir allar hans syndir og erfðasyndin þá ekki
undanskilin. Hvernig hefði einn sóknarprestur átt að geta fengið það af sér að
líða slík helgispjöll? Eðlileg viðbrögð prestsins hefðu mátt virðast þau, þegar
drottinn sendir svo mikinn kulda, að mannkindinni er engin lífsvon í sínum
fátæklegu húsakynnum, að hann reyndi að hóa saman öllum þeim mannskap úr
sókninni, sem reyndist ferðafær, til að storma guð almáttugan með bænum
sínum, eins og sagt er, að Jón Helgason prófessor, síðar biskup, hafi eitt sinn
komist að orði yfirguðfræðinemum sínum og væntanlegum prestum. Það hefði
átt að vera hlutverk prestsins að innprenta lýðnum undirgefni undir vilja hans,
sem öllu ræður og tugtar okkur í kærleika sínum, svo að við síðar megum njóta
eilífrar dýrðar. Hvílíkan hroll og viðbjóð og fordæmingu ætti það ekki að vekja
hjá sannkristinni þjóð, ef í stað þessa horfir prestur á það aðgerðalaus, ef hann er
þá hreint og beint ekki með í ráðum, að sjálft guðshúsið sé rifið af grunni til að
verma um stund nokkra kroppa, alþakta kaunum syndarinnar. Hve eðlilegt væri
ekki að hugsa sér, að með svo skáldgefinni þjóð sem islendingar eru hefði
myndast þjóðsaga um þennan sama prest, þar sem timbur guðshússins kæmi
enn við sögu sem frjóvgari þeirra loga, sem biðu hans síðar meir sem annarra
stórsyndara. En með þjóðinni finnst engin saga í þeirri tóntegund. I sögunni um
kirkjuna, sem fyrirfannst ekki, er sjálfur biskupinn allt að því látinn lýsa
velþóknun yfir því, sem gerst hafði, með því að afgreiða málið með þessari einu
374