Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Síða 120

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Síða 120
Tímarit Má/s og menningar trúarlegra málefna koma víða fram í þjóðsögum okkar, en þær eru óumdeilt einn skýrasti vitnisburðurinn um það, sem innst býr í þjóðarvitund og þjóðar- viðhorfum. Tökum til dæmis söguna um kirkjuna, sem fyrirfannst ekki. Biskup er á yfirreið til athugunar um ástand kirkna og skráir um það skýrslur. Hver hlutur, sem fyrirfinnst í eigu hverrar kirkju um sig, er ritað á skrá með sérstakri nákvæmni og ekkert eftir skilið, hvort sem það eru blöð úr trosnuðu kveri eða beiglaður kakleikur eða platínudós úr verðlitlu efni. Þegar biskup hefur lokið þessari upptalningu á einum kirkjustaðnum, þá bætir hann við þessari þjóð- kunnu yfirlýsingu: „Kirkja fyrirfinnst engin“. Orsök kirkjuleysisins var sú, að yfir héraðið höfðu gengið svo kaldir vetur, að ei varð afborið í lélegum húsakynnum, þegar hvergi fyrirfannst eldsneyti að leggja í hlóðir til að ylja loft innan þröngra veggja. Þá varð þegjandi samkomulag milli prests og safnaðar, að það skyldi óátalið, þótt seilst væri í kirkjuviðina eftir eldsmat, þegar svo dæmdist rétt vera, að með því mætti bjarga einhverjum, sjúkum eða öldruðum eða veikburða barni, frá bráðum bana. í sannkristnu þjóðfélagi ætti það að vera hið almenna viðhorf, að allt mótlæti, sem maðurinn hefur við að stríða, er honum sent af kærleiksríkum föður sem réttlát hegning fyrir allar hans syndir og erfðasyndin þá ekki undanskilin. Hvernig hefði einn sóknarprestur átt að geta fengið það af sér að líða slík helgispjöll? Eðlileg viðbrögð prestsins hefðu mátt virðast þau, þegar drottinn sendir svo mikinn kulda, að mannkindinni er engin lífsvon í sínum fátæklegu húsakynnum, að hann reyndi að hóa saman öllum þeim mannskap úr sókninni, sem reyndist ferðafær, til að storma guð almáttugan með bænum sínum, eins og sagt er, að Jón Helgason prófessor, síðar biskup, hafi eitt sinn komist að orði yfirguðfræðinemum sínum og væntanlegum prestum. Það hefði átt að vera hlutverk prestsins að innprenta lýðnum undirgefni undir vilja hans, sem öllu ræður og tugtar okkur í kærleika sínum, svo að við síðar megum njóta eilífrar dýrðar. Hvílíkan hroll og viðbjóð og fordæmingu ætti það ekki að vekja hjá sannkristinni þjóð, ef í stað þessa horfir prestur á það aðgerðalaus, ef hann er þá hreint og beint ekki með í ráðum, að sjálft guðshúsið sé rifið af grunni til að verma um stund nokkra kroppa, alþakta kaunum syndarinnar. Hve eðlilegt væri ekki að hugsa sér, að með svo skáldgefinni þjóð sem islendingar eru hefði myndast þjóðsaga um þennan sama prest, þar sem timbur guðshússins kæmi enn við sögu sem frjóvgari þeirra loga, sem biðu hans síðar meir sem annarra stórsyndara. En með þjóðinni finnst engin saga í þeirri tóntegund. I sögunni um kirkjuna, sem fyrirfannst ekki, er sjálfur biskupinn allt að því látinn lýsa velþóknun yfir því, sem gerst hafði, með því að afgreiða málið með þessari einu 374
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.