Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Qupperneq 123
,,Hverju reiddust goðin?“
Uppruni frumbyggja íslands gæti gefið undir fótinn ályktun í þá átt, að ekki
væri ólíklegt, að sú ættablanda, sem hér varð til, bæri í sér einhvern þann keim,
sem ekki yrði fundinn annars staðar. Tvenn þjóðerni blandast saman í jafnari
mæli en til þessa hefur verið talið. Sterk rök fyrir því má meðal annars finna í
áðurnefndri ritgerð minni. Annað þjóðernið er norskt að uppruna, hitt kelt-
neskt. Mikill hluti norska stofnsins kom hingað til lands í leit að frelsi undan
áþján rísandi einveldis. Hér voru ónýtt bjargráð, sem gáfu fyrirheit um framtíð
hagsælda og blessunarlega fjarlægð frá greipum frelsisræningja. — Annar hluti
norska stofnsins hafði gert sér víking að atvinnu og/eða gengu á mála hjá
höfðingjum, sem áttu í styrjöldum til varnar ríki sinu eða til sóknar til nýrra
yfirráða. Þeim hafði lærst að laga sig að vmiss háttar aðstæðum og trúarsiðum,
sem riktu á þeirra vinnustöðum, urðu að forðast að ánetjast fastmótuðum
trúarsiðum, sem áttu rót sina i kreddubundnum trúarskoðunum. Fljótlega
hefur hafist þróun þeirrar merkingar, sem við leggjum nú i orðið kredda. Það er
latneskt að uppruna, komið af latnesku sögninni „credo“, sem þýðir „ég trúi“
og verður síðan heiti trúarjátningarinnar í kristnum sið. Færeyingasaga er
skýrasta dæmið um kreddu i þýðingunni trúarjátning, þar sem rætt er um
kreddu Þrándar i Götu. Víkingarnir, sem settust að á íslandi, áttu sér ekki neina
þess háttar guði, sem þeir sáu sér skylt að tilbiðja með mannfórnum, og því siður
sáu þeir sér skylt að slátra sinum nánustu á þeirra borð, eins og Hákon blótjarl
gerði, þegar hann fórnaði syni sínum á altari síns guðs til sigurs yfir Jómsvik-
ingum. í þeim miklu mannraunum, sem víkingarnir höfðu við að kljást, tömdu
þeir sér það viðhorf að treysta fyrst og fremst á mátt sinn og megin. Atvinnu
sinnar vegna áttu þeir að samstarfsmönnum tilbeiðendur hvers konar guða,
lögðu líf sitt við þeirra lif, líf eins þeirra var annars líf, eins dauði annars dauði,
hvað sem leið trú hvers og eins á einhverja guði einhvers staðar úti í óendan-
leikanum. En jafnframt því sem þessir norrænu víkingar trúðu á mátt sinn og
megin, höfðu þeir ríka tilhneigingu til að gera aðra menn að þrælum sínum til
þess að láta þá hjálpa sér í lífsbaráttunni. Einkum varð þessum víkingum drjúgt
til fanga í vesturvegi, á eyjunum fyrir norðan og vestan Bretland. Þar var
friðsældar mannlíf, sem tengst hafði umhverfi sínu í ástsemd, átti sér enga
drauma um ránskap til öflunar veraldlegra gæða. Þeir dýrkuðu vætti friðsemdar
og þar á meðal júðann Jesú frá Nasaret, og voru lítt búnir til varnar, svo andlega
sem tæknilega, þegar norrænar hetjur helltust yfir þá og tóku með sér allt, sem
þeir komust höndum yfir, svo fólk sem annan fénað, sem þeir sáu sér gróðavon
í eða girntust af öðrum ástæðum. En fólkið, sem kom til Islands sem herteknir
þrælar, rann í eitt með ræningjum sínum frá fyrstu stundum viðskipta svo
377