Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Síða 124

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Síða 124
Tímarit Máls og menningar ákveðið og ómótstæðilega, að sjálf hetjan Egill Skallagrímsson gerðist óðfús að gifta dóttur sína, kvenskörunginn Þorgerði, syni írskrar ambáttar. En norrænir landnemar tengdust keltum ekki aðeins sem ránsfeng víkinga. Vestur um haf flúði fjöldi manns undan áþján og ofsóknum í Noregi og tengdust fjölskylduböndum þeim, sem þar voru fyrir. í hópi þessara flótta- manna voru ríkir og göfugir höfðingjar, sem varð auðvelt að renna saman við þjóðflokk, sem hafði að meira eða minna leyti lagað sig að lífsvenjum og þankagangi, sem kærleiks- og friðarboðskapur Krists hafði innrætt þeim. Sumir þessara innflytjenda og/eða afkomendur þeirra rótfestust þar þó ekki, fréttu um gósenland norður í höfum, enn ekki fullnumið, tóku sig upp og fluttu þangað. Sumir þeirra fluttu á vegu vandamanna, sem þar sátu á fleti fyrir. Þegar þeir nú færðu sig um set, höfðu þeir með sér fjölda þjónustuliðs frá hinum keltnesku byggðum. Þrælar og lágt settir þjónar meðal þessa fólks voru fljótlega orðnir bændur á smærri og stærri skikum í landnámi eigenda sinna og húsbænda, voru þó þjónustumenn þeirra á einn og annan hátt enn um sinn, en nutu verndar þeirra í lítt skipulögðu samfélagi. En norskir drottnarar og keltneskir undirsátar hurfu af sviðinu innan skamms, en í stað þeirra var ný þjóð fædd í þennan heim af blóðböndum norrænna flóttamanna í frelsisleit og fósturbörnum írskrar kristni, sem ólu með sér drauma um samfélag friðar, vináttu og bræðralags. Það er svo sem ekki sérkenni íslensku þjóðarinnar að vera samruni kúgara og kúgaðra, en þess hygg ég fá dæmi, að úr yrði svo fullkomin heild, að öll skil hyrfu, svo sem hér hefur orðið, enda mun torvelt að finna þess dæmi, að sá samruni hafi orðið með svo skjótum og árekstralitlum hætti, sem hér varð raunin á, og mætti það hafa haft sitt að segja til að kveikja andlegt afbrigði í þjóðasafn þessarar jarðar. Ollum er okkur kunn viðurkenning sú, sem gefin hefur verið víkingunum forfeðrum okkar, að þeir tryðu á mátt sinn og megin. Mér fyndist eðlilegra að segja, að þeir hafi trúað á lífið sjálft og hallað sér að því og daglegu umhverfi þess í leit að lausn þeirra vandamála, sem almennt er annars leitað með til trúarbragða. Á endurhæfingarskeiði þjóðar okkar á síðustu öld léku lofsöngvar léttar á vörum hennar en nokkru öðru sinni, fyrr eða síðar. Þá vorum við trúmenn að innstu hjartarótum. Við trúðum á landið og nutum unaðar og trausts og fagnaðar í skauti þess. Á 9. öld fól Þorkell máni á dauðastundinni sál sína í hendur þeim guði, sem sólina hafði skapað. Á 19- öld segir Steingrímur Thorsteinsson: „Syngið aldnir með ungum / ... vegsemd honum, sem vorið ól.“ Sól, sumar, sælt suður, sem andar vindum þýðum, fífilbrekka, smáragrund og berjalaut, bárugjálfur við sanda og brimalda við strönd, sólskríkja og lóa og 378
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.