Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Side 135
Höfundurinh og leikbúsið
eiga auðveldara með að tjá skoðanir sínar og tilfinningar, eru meira lifandi og
blátt áfram og satt er það að Svíar eru oft kuldalegir og innhverfir, en það er bara
á yfirborðinu. Allar þjóðir hafa átt stór leikskáld og hafa lagt sitt pund á
vogarskál hinnar sigildu leiklistar.
Hér í Svíþjóð munum við líka eftir öllum frjálsu leikhópunum sem svo
sannarlega hafa haft áhrif og hafa gripið inn í þjóðfélagsmálin á ákaflega
beinskeyttan hátt. Það er þegar orðið lifandi hefð á okkar tíð, þetta lcikhús
stundarinnar, þetta spontana leikhús — ef ég væri ungur höfundur að byrja að
skrifa þá myndi ég kjósa mér að vinna með og í þannig leikhópi — hvað sem
segja má um sænskt menningarlíf, þá er það ljóst, að þeir eru afar framarlega á
sviði frjálsrar leiklistar, miði maður við önnur lönd.
Hvað segirðu pá um ástandið í stofnanaleikhúsunum, hinu borgaralega leikhúsi
nútíðarinnar?
Borgaralegu leikhúsin eru núna í þeim dýpsta öldudal sem þau hafa nokkru
sinni lent í. Stjórnir leikhúsanna þjást af hugmyndaleysi og djúpstæðri leti. Þeir
vilja ekkert nýtt prófa. Stóru leikhúsin, svo sem Dramaten, hafa verið spitala-
matur síðustu árin. Þetta lagast vonandi.
Nú rœðir leikhúsfólk mikið um aukin lýðréttindi innan leikhúsanna. Hér í Svípjðð
hefur margt og mikið verið sagt og skrifað um lýðrceðispróunina og aukin áhrif leikara
og annars starfsfólks. Þessi umrceða hefur líka staðið í nágrannalöndunum. Hvar
lendir höfundurinn ípessu máli?
Já, þú minnist á það mál! Það er reyndar langs viðtals virði og við getum víst
ekki gert annað en rétt tæpa á stöðu höfundanna. Höfundarnir eru langverst
staddir af öllum þeim sem nærri leikhúsi koma, og það þrátt fvrir það að maður
skyldi ætla að höfundur leikverksins væri nokkuð þýðingarmikill hlekkur í
uppfærslunni. Nei. Stóru leikhúsin hafa svo sannarlega haft lag á að skipuleggja
sig. Pólitísk ráð eru sett, leikhússtjórar með takmarkaða menntun, en að þeir
geti lært að umgangast höfunda! Nei. Höfundur textans er réttindalaus. Höf-
undar eru ekki einu sinni með þegar leikhúsið eða leikhússtarfsfólkið ræðir
lýðréttindi sín eða kemur saman til að skipuleggja vinnu sína. Höfundarnir fá
hreinlega ekki að vera með. Eg hef lent i hinum furðulegustu aðstæðum hér í
Svíþjóð. Einu sinni lék Dramaten verk eftir mig. Ég las það svo í blöðunum
þegar þeir lögðu verkið niður vegna þess að það passaði ekki einum aðal-
leikaranum að leika í sýningunni lengur. Hann hafði á eigin spýtur gert
samning við einhverja krá um að syngja þar á kvöldin. Þá var sýningum á verki
mínu hætt — án þess að spyrja mig hvað mér fyndist!
Við, frjálsir höfundar, fáum ekki föst laun frá leikhúsum og stöndum því og
389