Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Qupperneq 136
Tímarit Máls og menningar
föllum með því að leikrit okkar séu leikin. Við lifum og/eða deyjum að
geðþótta leikhúsanna. Menn eru að tala um lýðræði, en hvað okkur snertir, þá
gildir enn gamla fyrirkomulagið, að vinnuveitandinn rekur fólk að geðþótta.
Við stöndum á gamla vinnuaflsmarkaðnum og verðum að biðja um nokkurra
vikna vinnu. Lýðræði og höfundar? Því er fljótsvarað: Við höfum engin rétt-
indi. Og hvers vegna? Við erum fáir. Félag okkar er valdalaust. Og það notfæra
leikhúsin sér. Félag sviðsmanna er bæði stærra og sterkara, og því rétthærra.
Nú hefði maður ímyndað sér aðþað vceri leikhúsunum sjálfum fyrir bestu að hafa
gott samband við höfunda sínaP
Já, það hefði maður haldið, en reyndin er önnur! Þeim finnst að við eigum að
vera kátir ef það dettur í þá að taka leikrit okkar til sýningar. Það er fremur
undarlegt hér í Svíþjóð, að sænsk leikhús hafa aldrei tekið leikrit eftir mig til
sýningar. Ekki fýrr en eftir að eitthvert leikhús utan Skandinavíu hefur sett þau
á svið. Samt bý ég hér og er sænskur ríkisborgari. Það hefur aldrei hentað
sænskum leikhúsum að taka verk eftir mig til sýningar fyrr en eftir að verkið
hefur náð vinsældum eða vakið athygli í Evrópu. Eg bauð Dramaten hér
„Rannsóknina". Þeir afþökkuðu. Eg bauð þeim „Hölderlin“ og þeir afþökk-
uðu. Hvers vegna gekk þetta svona fyrir sig? Jú, vegna þess að leikhúsin hafa
enn ekki komið auga á að það þarf sérfrótt fólk til að starfa við leikhúsin. Það
þarf dramaturga með starfsmenntun, fólk sem kann að vinna með leikrit, kann
að vinna með höfundi. Það gerist oft að leikhús fær leikrit til umfjöllunar, gott
leikrit, en það getur skort vissa hluti og í þannig tilvikum þarf til dramaturg sem
getur þróað verkið, verið höfundinum til aðstoðar. Öll leikhús í Evrópu hafa
árum saman haft dramaturga á sínum snærum. Það er aðeins hér í Skandinavíu
sem þetta er allt á lausu.
Hefurþú unniðþín verk með dramaturg?
Já, ég hef haft ákaflega náið samstarf við dramaturginn sem stýrði leikhús-
forlaginu, sem ég skrifaði fyrir í upphafi. Hann vissi margt maðurinn sá og við
ræddum saman um ótal vandamál. Veistu, ég held að enn þann dag í dag sé fólk
í ráðandi stöðum við leikhús, og hefur ekki gert sér grein fyrir hve sviðskúnstin
er erfið, hve vísindin á bak við eru margþætt. Leikhús er erfitt. Það er svo
sannarlega ekki fyrir fúskara að fást við það ef árangur á að nást. Ég ræði
ævinlega hverja einstaka senu við dramaturginn, skrifa um og skrifa aftur og
skrifa aftur. Ég umskrifa flestar senur fimm, sex sinnum. Og það hefur komið
fyrir að ég hef breytt verki eftir frumsýningu. Þegar komin er leikhúsreynsla á
textann, þá þarf stundum að breyta. Ég hef notið frábærrar aðstoðar leikhúss-
manna í Austurþýskalandi, það er leikhús í Rostock sem af hvað mestri sam-
390