Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Side 139
Höfundur'tnn og leikhúsið
út frá því sem kallað er „frumstæður stíll“, stíll sem er alls ekki frumstæður en
byggist mjög á trúarlegum venjum og er í raun ákaflega lifandi form, sem
stendur i beinu sambandi við lífsskoðanir þeirra.
Nú valdir þú eftir margra ára útlegð frá þýskumœlandi heimi að skrifa áþýsku.
Hefurþað ekki veriðþér fjötur um fót?
Það hlýtur að vera auðveldara að skrifa á því máli sem daglega hljómar
kringum mann. En mér var það eðlilegt að skrifa leiktexta á þýsku. Ég hafði svo
margt að sækja í þýskar bókmenntir. Goethe, Schiller, Búchner og svo Brecht.
Þýskaland var reyndar land sem hætti að vera til í heimsstyrjöldinni og allir
bestu höfundarnir urðu landflótta. Þannig er mín þýska gamalt tungumál. Ég er
bundinn þýskunni tilfinningaböndum, en ég hef engar tilfmningar til landsins.
Það stendur i sambandi við landflóttann, útlegðina. Landið hvarf, en málið stóð
eftir. Tungan var það eina sem kallast gat þýskt og úr þýskum heimi. Það voru
allir góðu höfundarnir sem flúðu sem því réðu.
En sú staðreynd aðþú situr í Svíþjóð og skrifar á þýsku, hefur hún ekki mikil áhrif
áþína eigin dramaturgíu?
Mjög mikil áhrif. Ef ég skrifaði á mínu hversdagsmáli myndi ég skrifa allt
öðruvísi leikrit. Það að ég valdi þýsku varð þess og valdandi að ég lagði mig eftir
að skrifa tiltekna tegund leikrita. En þetta er mikið vandamál. Það er langur
aðdragandi að því að læra mál svo að maður geti skrifað það. Eg skrifaði min
fyrstu leikrit á sænsku og einnig fyrstu skáldsögurnar. Ég gerði það vegna þess
að eftir striðið vildi ég ekki vita af þýsku og Þýskalandi. Siðan, eftir að ég ákvað
að byrja aftur að skrifa á þýsku, þá tók það mig allan sjötta áratuginn að vinna
mig aftur heim til þýskunnar, ná henni á mitt vald sem vinnumáli.
Þegar gluggað er í leikrit þín sést að þú ert mikið fyrir margmenni á sviði,
sameiginlegan leik margra fremur en samleik fárra. Hefurþig aldrei langað að skrifa
lítið, stutt leikrit fyrir lítið svið?
Því miður hef ég alltaf hrifist meira af stórum senum og margmenni.
Smásenur og litil leikrit gefa reyndar möguleika á meiri nákvæmni, nákvæmari
dæmisögu, ef svo má segja. Ég veit ekki hvað ég myndi gera ef ég lenti í nánu
samstarfi við eitthvert lítið leikhús, leikhús þar sem maður væri eins og heima
hjá sér og þekkti alla. Ég hef vanrækt þannig hluti og kannski . . . nei. Ég er
farinn að sjá mjög skýrt gegnum blekkingarvef leikhúsanna.
393