Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Page 141
Bertolt Brecht og Berliner Ensemble
uppreisnargirnin áfram að vera ríkur þáttur í fari hans og hann hélt fast við rétt
sinn að fara eigin leiðir í listrænum efnum. Jafnvel þótt hann hefði þegið af
ríkinu heilt leikhús var hann ekki tilbúinn til að hlýðnast skipunum að ofan
varðandi stefnu þess og listrænt starf. Og það var einmitt á sviði fagurfræðinnar
sem skarst í odda með Brecht og embættismönnum. Eftir að sovéskum stjórnar-
og þjóðfélagsháttum hafði verið komið á í austanverðu Þýskalandi var þar-
lendum listamönnum skipað að játast undir fagurfræði hins sósíalíska realisma,
en hann hafði verið opinber listastefna Sovétríkjanna frá 1934. Hér er ekki
tækifæri til að gera þessari stefnu tæmandi skil, en ein af meginkröfum hennar á
hendur listamönnum var sú að þeir lýstu þjóðfélagslegum veruleika sósíalism-
ans á jákvæðan hátt og hvettu alþýðuna til nýrra og glæsilegri sigra. Það var því
mikið atriði að verk þeirra höfðuðu til almennings á beinan og auðskilinn hátt
og listfræðingar hins sósíalíska realisma úrskurðuðu að þau listform sem borg-
aralegir raunsæishöfundar, tónlistar-, myndlistar- og leikhúsmenn höfðu full-
komnað á ofanverðri nítjándu öld væru best til slíks fallin. Oll frávik frá þessum
mynstrum voru þegar verst lét stimpluð sem formalismi, óeðlileg áhersla á ytra
form listaverksins á kostnað innihaldsins. Brecht hafði alla tíð megnustu and-
styggð á þessari listpólitik og á fjórða áratugnum lenti hann í ritdeilu við einn
skeleggasta forsvarsmann hennar, Georg Lúkacs. Og eins og ég gat um í fyrri
grein minni vissi hann mjög vel hvaða örlög höfðu beðið þeirra sovésku
listamanna sem höfðu verið dæmdir formalistar. Það er ekki líklegt að betur
hefði farið fyrir Brecht hefði hann verið innan seilingar Sovétstjórnarinnar á
þeim árum sem hreinsanir Stalíns stóðu sem hæst. Hann tók því töluverða
áhættu með því að setjast að í sovésku leppríki og hann gerði ýmsar ráðstafanir
til að draga úr hættunni. Hann reyndi að fara með löndum og koma vilja sínum
fram með hægð, en oft rákust bæði listrænar og pólitískar hugmyndir hans
harkalega á stefnu ráðamanna. Brecht varð því oft að lúta í lægra haldi og þegar
á allt er litið hljóta síðustu árin að hafa verið honum mjög erfið.
Hér á eftir verða tilfærð fáein dæmi um árekstra Brechts og valdamanna. Þau
eru flest sótt í ævisögu Klaus Völker og fyrrnefnda bók Martins Esslin, en
báðar bækurnar hljóta að teljast alláreiðanlegar heimildir. Þessi dæmi lýsa
nokkuð þeim starfsskilyrðum sem Brecht og leikhús hans bjuggu við og hvaða
skorður starfsemi Berliner Ensemble voru settar. Ljóminn af listrænum afrekum
leikhússins virðist stundum hafa gert menn blinda á það andstreymi sem Brecht
og fólk hans mætti og þá baráttu sem það hlýtur að hafa kostað að halda lífi í
leikhúsi sem starfaði eftir allt öðrum listrænum boðorðum en þeim sem höfðu
verið sett á æðstu stöðum. Það er fróðlegt að kynna sér það sem hefur verið
395