Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Síða 141

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Síða 141
Bertolt Brecht og Berliner Ensemble uppreisnargirnin áfram að vera ríkur þáttur í fari hans og hann hélt fast við rétt sinn að fara eigin leiðir í listrænum efnum. Jafnvel þótt hann hefði þegið af ríkinu heilt leikhús var hann ekki tilbúinn til að hlýðnast skipunum að ofan varðandi stefnu þess og listrænt starf. Og það var einmitt á sviði fagurfræðinnar sem skarst í odda með Brecht og embættismönnum. Eftir að sovéskum stjórnar- og þjóðfélagsháttum hafði verið komið á í austanverðu Þýskalandi var þar- lendum listamönnum skipað að játast undir fagurfræði hins sósíalíska realisma, en hann hafði verið opinber listastefna Sovétríkjanna frá 1934. Hér er ekki tækifæri til að gera þessari stefnu tæmandi skil, en ein af meginkröfum hennar á hendur listamönnum var sú að þeir lýstu þjóðfélagslegum veruleika sósíalism- ans á jákvæðan hátt og hvettu alþýðuna til nýrra og glæsilegri sigra. Það var því mikið atriði að verk þeirra höfðuðu til almennings á beinan og auðskilinn hátt og listfræðingar hins sósíalíska realisma úrskurðuðu að þau listform sem borg- aralegir raunsæishöfundar, tónlistar-, myndlistar- og leikhúsmenn höfðu full- komnað á ofanverðri nítjándu öld væru best til slíks fallin. Oll frávik frá þessum mynstrum voru þegar verst lét stimpluð sem formalismi, óeðlileg áhersla á ytra form listaverksins á kostnað innihaldsins. Brecht hafði alla tíð megnustu and- styggð á þessari listpólitik og á fjórða áratugnum lenti hann í ritdeilu við einn skeleggasta forsvarsmann hennar, Georg Lúkacs. Og eins og ég gat um í fyrri grein minni vissi hann mjög vel hvaða örlög höfðu beðið þeirra sovésku listamanna sem höfðu verið dæmdir formalistar. Það er ekki líklegt að betur hefði farið fyrir Brecht hefði hann verið innan seilingar Sovétstjórnarinnar á þeim árum sem hreinsanir Stalíns stóðu sem hæst. Hann tók því töluverða áhættu með því að setjast að í sovésku leppríki og hann gerði ýmsar ráðstafanir til að draga úr hættunni. Hann reyndi að fara með löndum og koma vilja sínum fram með hægð, en oft rákust bæði listrænar og pólitískar hugmyndir hans harkalega á stefnu ráðamanna. Brecht varð því oft að lúta í lægra haldi og þegar á allt er litið hljóta síðustu árin að hafa verið honum mjög erfið. Hér á eftir verða tilfærð fáein dæmi um árekstra Brechts og valdamanna. Þau eru flest sótt í ævisögu Klaus Völker og fyrrnefnda bók Martins Esslin, en báðar bækurnar hljóta að teljast alláreiðanlegar heimildir. Þessi dæmi lýsa nokkuð þeim starfsskilyrðum sem Brecht og leikhús hans bjuggu við og hvaða skorður starfsemi Berliner Ensemble voru settar. Ljóminn af listrænum afrekum leikhússins virðist stundum hafa gert menn blinda á það andstreymi sem Brecht og fólk hans mætti og þá baráttu sem það hlýtur að hafa kostað að halda lífi í leikhúsi sem starfaði eftir allt öðrum listrænum boðorðum en þeim sem höfðu verið sett á æðstu stöðum. Það er fróðlegt að kynna sér það sem hefur verið 395
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.