Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Page 142
Tímarit Má/s og menn 'tngar
skrifað um sýningar Berliner Ensemble á fimmta og sjötta áratugnum á meðan
Brechts naut við, því að þær voru greinilega eitt af ævintýrunum í leiksögu
okkar tíma. Honum gafst þarna kostur á að byggja á þeim róttæku tilraunum
sem rússneskir og þýskir leikstjórar gerðu með leikhúsformið á þriðja og f)órða
áratug aldarinnar og fljótt á litið getur virst sem hann hafi borið þessar tilraunir
fram til sigurs. En hér verður að huga að ýmsu, því að eins og kom fram í fyrri
grein minni vakti mun meira fyrir Brecht — a. m. k. ef marka má orð hans sjálfs
— en skapa nýjan sýningarstíl; hann vildi algerlega nýtt leikhúsform sem hæfði
bjartsvnum og byltingarsinnuðum mönnum nútímans. Þess vegna er ekki nóg
að einblína á listrænan árangur Berliner Ensemble og nota hann sem sönnun
fyrir ágæti þeirra hugmynda og kenninga sem Brecht setti fram um leikhúsið.
Það verður einnig að hafa í huga þjóðfélagslegar forsendur leikhússins og þau
viðbrögð sem starfsemi þess og stefna vakti, jafnt meðal valdhafa sem óbreyttra
áhorfenda. Margir hafa haldið að kenningar Brechts gætu orðið mönnum
leiðarljós við að umbylta þjóðfélagslegu hlutverki leikhússins, færa það nær
raunveruleikanum og blása um leið nýju lífi í alla listræna tjáningu þess. Þcss
vegna er eðlilegt að spyrja þess hvernig Brecht hafi sjálfum gengið að nálgast
þau listpólitisku markmið sem hann boðaði, þegar hann fékk loksins það
tækifæri sem hann hafði sóst eftir alla ævi. Arangur hans að þessu leyti hlýtur að
vera besti mælikvarðinn á almennt gildi hugmynda hans og án þess að leggja
mat á þennan árangur er hæpið að svara því hvort eitthvað í þeim geti komið
nútíma leikhúsfólki að gagni.
Það var engan veginn eins sjálfsagt mál og mönnum kann að virðast nú að
Brecht skyldi setjast að í þeim hluta Þýskalands sem hafði komið í hlut
Sovétríkjanna en ekki í þeim sem vesturveldin skiptu með sér. Eftir að hann
sneri aftur til Evrópu frá Bandaríkjunum, þar sem hann hafði dvalið flest
styrjaldarárin, sýndi hann sömu forsjálni og í febrúar 1933, þegar hann flúði frá
Þýskalandi daginn eftir að nasistar kveiktu í þinghúsinu i Berlín. Hann settist
fyrst að í Zúrich i Sviss og tók að kanna allar aðstæður vandlega. Líkt og margir
samtímamenn hans trúði hann því ekki að skipting Þýskalands yrði til fram-
búðar. Það skipti hann mjög miklu að verk hans næðu til allra þýskumælandi
manna og eflaust hefur hann verið staðráðinn í að hreppa ekki sömu örlög og
„formalistarnir" á sinum tíma. En það sem virðist hafa gert gæfumuninn var að
austanmegin var leikhúsið honum opnara en vestantjalds. í vesturhlutanum var
hann virtur sem skáld en tortryggður pólitískt, en þegar hann kom til Aust-
ur-Berlínar biðu hans opinberar móttökunefndir sem í voru gamlir kunningjar
og samherjar. Hann álcvað þó ekki að taka sér bólfestu i Þýska alþýðulýðveldinu
396