Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Side 148

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Side 148
Tímarit Máls og menningar tók hann að draga í land og leikararnir sem unnu með honum hafa borið að kenningar hans hafi sjaldan eða aldrei verið ræddar í leikhúsinu. Hann var tregur til að ræða þær við gesti leikhússins og varaði þá jafnvel við að taka þær of hátíðlega. I skrifum sínum um list leikarans hafði hann rætt um nauðsyn þess að leikarinn sýndi persónuna í gagnrýnu ljósi og reyndi ekki að lokka áhorfandann til innlifunar, en nú sagði hann að leikari sem gæti ekki skapað lifandi og trúverðugar persónur mundi verða yfirborðsmennsku og tilgerð að bráð. Og í samræðum við nokkra námsmenn árið 1954 játar hann hreinskilnislega að vísindalegt leikhús, leikhús sem hafi þann megintilgang að skerpa gagnrýna hugsun áhorfandans, sé óhugsandi, a. m. k. nú á tímum, af því að hinn vís- indalegi áhorfandi, sem sé forsenda þess, sé ekki til. „Við getum enn ekki gert ráð fýrir því að vísindaleg hugsun veiti mönnum sanna skemmtun," segir hann og setur um leið ákveðið skemmti- og listgildi leikhússins ofar uppeldisgildi þess. „Menn mega ekki halda,“ segir hann, „að það hafi verið ætlunin að framkvæma einhverja mjög fastmótaða hugmynd um leikhús, hvað sem það kostaði. Það hefur einungis verið komið með nokkrar uppástungur, tillögur að fáeinum breytingum, aðferðum, vinnuháttum, ekkert annað.“ Þetta yfirlætis- leysi stingur mjög í stúf við spámannstóninn sem er í flestu því sem Brecht skrifaði á yngri árum um leikhús framtíðarinnar, sem hann þóttist vera að leggja grundvöll að. En hann tók kenningar sínar aldrei opinberlega aftur og þess vegna hafa ýmsir glapist á að taka þær fyrir góða og gilda vöru. Sagt er þó að hann hafi á síðustu árum sínum verið með nýja kenningu í smíðum sem hafi átt að koma í stað kenningarinnar um epískt leikhús. Honum entist þó ekki aldur til að setja hana fram. Forsendan fyrir listrænum sigrum Brechts á síðustu árum hans var því ekki sú metnaðarmikla kenning sem hann hafði búið til, heldur miklu fremur raunsæi hans gagnvart þeim skilyrðum sem hann varð að starfa við. Austurþýsk stjórn- völd sýndu honum mikla rausn þegar þau færðu honum heilt leikhús að gjöf, en þau gátu aldrei fært honum þá sjálfstæðu og skapandi áhorfendur sem hann byggði fagurfræði sína á. Ríki þeirra hefði beinlínis verið í bráðum voða, hefðu þegnar þess verið fólk af þessu tagi, og því gat vísindalegt leikhús Brechts ekki átt þar nokkra heimvist. En Brecht var of frjór til að þurfa á gömlum hug- myndum sínum að halda til þess að geta sagt það sem honum bjó í brjósti. Hann hugsaði margt sem ekki var í sem bestu samræmi við þann ríkisskipaða stóra- sannleik sem hann játaði í orði, og það merkilega er að honum tókst að koma þessum forboðnu hugsunum og tilfinningum til skila. Undir niðri hneigðist Brecht nefnilega enn til sömu efahyggju og svartsýni og var ríkjandi í æsku- 402
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.