Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Side 7

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Side 7
Adrepur efnahagskerfið skiptir hér lykilmáli; kapítalískar afstæður þess hafa djúptæk áhrif á öllum sviðum nútímaþjóðfélags. En mér sýnist hættuleg einföldun fólgin í þeirri ályktun, að sérhver geiri samfélagsins tjái bara þessar afstæður. Samfé- lagið einkennist í senn af einsleitni og ‘ósamtímaleika’ eins og marxistinn Ernst Bloch orðaði það: Stofnanir þess frá fjölskyldu til skólakerfis og listasviðs eru misgamlar, eiga sér misjafnan uppruna og tengjast markmiðum með ýmsum hætti, sem sjaldnast er hægt að skýra með þessu lagskiptingarlíkani, yfir- og undirbygging. Tökum dæmi af svonefndu borgaralegu þingræði: Sumir marxistar halda því fram, með vissum rétti, að staða hins einangraða kjósanda í þessu kerfi samsvari stöðu hins einangraða verkamanns sem vinnuaflsseljanda á frjálsum markaði kapítalsins — yfirbyggingin tjáir skipan efnahagsgrundvallarins. En sé málið skoðað sögulega verður ljóst að hinn almenni atkvæðisréttur einsog við þekkj- um hann nú, er öllu öðru fremur baráttu verkalýðs og kvenréttindahreyfinga að þakka, semsé ávöxtur andkapítalískra fjöldahreyfinga og ekki endurspeglun efnahagsgrundvallarins (sem breytir ekki því að eignarrétturinn á fram- leiðslutækjunum reisir lýðræðinu skorður svo um munar). Með því að benda á takmarkanir umrædds byggingarlíkans er ég ekki að afneita grundvallaratriðum í kenningu Marx, einsog Gunnar orðar það. Þau atriði eru í mínum huga fremur tengd greiningu hans á skipan framleiðslu og dreifingar í kapítalísku hagkerfi og stöðu vörunnar í því, áherslu á hlutverk stéttabaráttunnar í söguþróuninni og kenningum um firringu, ásamt heimspeki- legri hugsun þar sem starfið (praxís) skipar öndvegi. I grein minni tók ég dæmi af ýmsum marxistum sem láta sér ekki nægja að grípa til speglunar- og byggingarlíkana, rétt einsog þau hefðu ennþá eitthvert upplýsingagildi í sjálfu sér, heldur sýna á hluttækan eða áþreifanlegan hátt hvernig bókmenntir í senn búa yfir sjálfstæðum þróunarmöguleikum og mótast af breytingum samfélags- legra afstæðna, sem skoðaðar eru í ljósi marxískra fræða. Þetta eru greiningar sem búa yfir því innsæi og krítíska afli, sem eru forsendur þess að marxísk hugsun haldist lifandi. Það er svo mál Gunnars Karlssonar ef hann telur enga ástæðu til að kenna slíka könnun á samspili inntaks, sögu og forms við marxisma. 357
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.