Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Blaðsíða 50

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Blaðsíða 50
Tímarit Máls og menningar “Most children in school fail. For a great many this failure is avowed and absolute.” Síðar í formálanum segir höfundurinn: Af hverju mistekst þeim? Þeim mistekst vegna þess að þau eru hrædd, leið og utangátta. Þau eru einkum hrædd við að bregðast, valda vonbrigðum eða óánægju hjá þeim fjölmörgu fullorðnu sem eru kringum þau fullir vona og væntinga sem grúfa yfir höfði barnanna eins og ský. Þeim leiðist vegna þess að það sem fyrir þau er lagt í skóla er svo fáfengilegt, svo bjánalegt og gerir svo þröngar og takmarkaðar kröfur til hinnar fjölþættu greindar þeirra og hæfileika. Þau eru utangátta vegna þess að mest af þeim orðaflaumi, sem hellist yfir þau í skólanum, skilja þau ekki nema að litlu leyti. Stundum er hann beinlínis í mótsetningu við annað sem þeim hefur verið sagt og tengist sjaldan nokkuð því sem þau kunna í raun — þeirri mynd veruleikans sem þau geyma í huga sínum. I þessari fyrstu bók John Holt er margt sagt sem gefur vísbendingu um þær ályktanir sem hann dró síðar um réttmæti skylduskóla yfirleitt: „Skólar ættu að vera staður þar sem börn læra það sem þau sjálf vilja einkum vita — en ekki það sem okkur finnst þau ættu að vita.“ Hann telur ókleift að skilgreina eitthvað sem kalla mætti almenna menntun af einhverju viti — enga skóla þurfi til að miðla slíku: „Það er ekki námsefnið sem gerir sumt nám gagnlegra en annað heldur sá andi sem verkið er unnið í.“ I ræðum og ritum John Holt á næstu árum verða skoðanir hans og tónn sífellt hvassari; vonbrigðin með kynni hans af skólum og skólakennslu virðast valda þessum rólynda barnavini sársauka sem fer að brjótast fram úr penna hans með sérstæðri heift. I greinasafni sem kom út í bókinni The Underachieving School árið 1969 er hvöss gagnrýni meginefnið. Ein greinin nefnist blátt áfram: “Schools are bad places for kids.” Þar segir Holt m. a. frá því hvernig honum tókst að komast í trúnaðarsamband við fátæka drengi, sem taldir voru taugaveiklaðir, í sumarbúðum þar sem hann starfaði. Síðan víkur hann að skólum og segir: I flestum skólum er hins vegar ekkert trúnaðarsamband eða tengsl, hvorki við heiminn eins og hann er, raunverulega hluti eða venjulegt fólk. A þessum leiðinlegu, ljótu og ómannúðlegu stöðum, þar sem enginn segir neitt verulega ekta eða raunverulegt, þar sem allir eru að leika einhvers konar hlutverk, eins og í púsluspili; þar sem kennurunum er ekki frjálst að bregðast við nemendum með opnum og heiðarlegum hætti fremur en þeim við kennurunum eða hverjum öðrum; þar sem andrúmsloftið bókstaflega titrar af grunsemdum og kvíða, lærir barnið að lifa í eins konar móki og geyma krafta sína fyrir þær stuttu stundir sem þeir fullorðnu gefa ekki gaum og það getur 400
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.