Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Blaðsíða 39

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Blaðsíða 39
Það er líka ýmislegt að gerast hér heima — þegar vel viðrar E. t. v. eiga þeir kennarar, sem sagt er að séu að þreifa sig áfram með sveigjanlega kennsluhætti, lítið annað sammerkt en það eitt að hafa gefið hefðbundnar aðferðir við kennslu upp á bátinn eða séu að reyna það. Mörgum þessara kennara er hugstæð ófullnægjan sem þeir hafa fundið fyrir sem bekkjarkennarar í hefðbundnu starfi og margir eiga daprar minningar úr skólum sem nemendur. Sveigjanlegt skólastarf var ekki fundið upp á Islandi. Mörg viðhorfin sem byggt er á eru gömul í skólasögunni, t. d. hugmyndir um þroska- og uppeldisgildi leikja og mikilvægi hvetjandi umhverfis. Þær aðferðir sem algengastar eru undir þessu merki munu komnar frá Bretlandi, og sveigjan- legt skólastarf er raunar illskásta þýðingin sem ég þekki á því sem á ensku er kallað Open Education. Sveigjanlegir kennsluhættir eru því nátengdir opna skólanum sem svo hefur verið kallaður. Ég hef ekki grafið upp hvenær þetta hugtak var fyrst notað um skóla hér á landi en svo mikið er víst að Fossvogsskóli í Reykjavík, sem tók til starfa haustið 1971, var til skamms tíma talinn eini opni skólinn á landinu. Enginn myndi þó halda því fram að í honum einum hafi verið gerðar tilraunir með sveigjanlegt skólastarf. Æfinga- og tilrauna- skóli Kennaraháskólans hefur t. d. jafnan verið tengdur þessum starfshátt- um, og nýlegri dæmi eru Vesturbæjarskólinn í Reykjavík, Grundaskóli á Akranesi og Barnaskólinn á Kópaskeri. Lesandi þessarar greinar gæti svo hitt fyrir marga kennara sem ekki kenna við opinn skóla en kveðast þó vera með opið svxði í hluta skólans. Slík tilhögun er orðin býsna algeng hér á landi og ég giska á að á milli 20 til 30 skólar hýsi nú starf af því tagi. Þá er að finna um allt land, trúlega í öllum fræðsluumdæmum. Þá er þess að geta að fjölmargir kennarar eru að reyna að koma á fót opinni skólastofu og lýsa því gjarnan með svofelldum orðum: „Ég er aðeins að reyna að „opna“ hjá mér.“ Ytra einkenni „opins“ skólastarfs er oft að umhverfið í skólanum er gjörólíkt þeim skólastofum sem flestir eiga að venjast, aðlaðandi en þó fjölbreytt. Kennslurýminu, hvort sem um er að ræða eina skólastofu eða stærra svæði, er oft skipt í afmörkuð starfssvæði sem hvert hefur ákveðnu hlutverki að gegna. Sem dæmi má nefna leskrók, þar sem fengist er við frjálsan lestur, stærðfræðisvæði, svæði fyrir málun og mótun, aðstöðu fyrir leikræna tjáningu, svæði fyrir hvers konar tilraunir og rannsóknir og þannig mætti lengi telja. Margvísleg gögn liggja frammi: verkefni, föndurefni, myndir, kennslulíkön, kort, uppflettirit og aðrar bækur, ritföng og hvers konar önnur hjálpargögn. Það sem einkum á þó þátt í að skapa hlýlegt andrúmsloft eru pottaplöntur, veggteppi og önnur myndverk eða verkefni eftir nemendur sem prýða alla veggi, glaðlegir litir, ábreiður eða gömul 389
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.