Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Blaðsíða 64
Tímarit Máls og menningar
til barnaverndarnefndar (sbr. 6. og 8. gr.) hafi tilraunir skólastjóra og
fræðslustjóra til að fá skólaskylt barn í skóla ekki borið árangur. I 49. gr.
segir m. a.:
Börnum og unglingum er bæði rétt og skylt að sækja grunnskóla, fái þau ekki
hliðstæða kennslu annarsstaðar. . .
Undanþágur frá skólaskyldu sem er að finna í lögunum eru ferns konar:
1. Tímabundnar eða takmarkaðar undanþágur vegna fámennis, staðhátta,
samgönguerfiðleika og þess háttar vandkvæða (sbr. 5. gr.).
2. Undantekningar eru gerðar vegna barna sem „víkja svo frá eðlilegum
þroskaferli að þau fá ekki notið venjulegrar kennslu. . .“ (sbr. 50. gr.).
3. Undanþágur frá ákvæðum laga og reglugerða er að finna í 65. gr. sem
fjallar um tilraunaskóla og tilraunir með ákveðna þætti skólastarfs.
4. Börn sem sækja viðurkennda einkaskóla eru undanþegin skólaskyldu
(sbr. 7. gr.).
I þeim lagagreinum sem hér hefur verið vitnað til kemur fræðslu- og
skólaskylda skýrt fram. Undantekningarnar sem um ræðir í 1. og 2. lið stafa
af óviðráðanlegum orsökum. I 3. lið er um heimildarákvæði að ræða sem
fyrst og fremst tekur til tilrauna innan viðurkenndra marka skólastarfs sbr.
líkanið hér að framan. Þá stendur eftir heimild fyrir starfrækslu einkaskóla.
I því sambandi er vert að líta á 74. og 75. gr. laganna. I 74. grein er fjallað um
forskóla og lýkur henni með þessum orðum:
Óheimilt er einkaaðila að reka skóla fyrir börn undir skólaskyldualdri nema
með leyfi fræðslustjóra.
I 75. gr. er fjallað um einkaskóla.
Heimilt er menntamálaráðuneytinu að löggilda grunnskóla eða hluta grunn-
skóia sbr. 3. gr. eða forskóla sbr. 74. gr., sem kostaðir eru af einstökum
mönnum eða stofnunum, ef þeir starfa samkvæmt reglugerð eða skipulags-
skrá, er það staðfestir, enda hlíti slíkir skólar sama eftirliti og reglum og aðrir
grunnskólar. Kennarar við skóla þessa skulu fullnægja öllum skilyrðum um
rétt til kennslu í grunnskóla. Börn, sem þessa einkaskóla sækja, hafa und-
anþágu samkvæmt 7. gr., en forstöðumaður skal fyrir upphaf hvers skólaárs
senda hlutaðeigandi skólanefnd skrá um nemendur og tilkynna henni allar
breytingar á nemendaskrá, jafnóðum og þær verða.
Ekki eiga einkaskólar kröfu til styrks af almannafé.
Ljóst er að til þess að fá heimild til að reka einkaskóla verður að fullnægja
414