Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Blaðsíða 111
Með hjálp steinsins tekst Sólarblíðunni
og Sesselíu að gera tískudrottninguna
hættulausa. En þar sem þær kunna ekki
nógu vel með svona töfrastein að fara
verður hann þess valdandi að mamma
Sesselíu minnkar óvart svo að hún verð-
ur á stærð við Þumaling. Sólarblíðunni
líst nú ekkert á og er hrædd um að lenda
í fangelsi fyrir að gera svona lagað. Hún
fer í ofboði að leita að Stebba, stráknum
sem lánaði henni steininn því hann kann
á hann. A meðan nýtur Sesselía þess að
mamma hennar er lítil en hún stór og
hermir efdr uppeldisaðferðum móður-
innar henni til sárrar mæðu auðvitað.
Stebbi kemur og stækkar mömmuna
en börnin hafa sýnt henni að þau geta
gripið til sinna ráða og líklega vogar hún
sér ekki að misnota foreldravald sitt
framar. Þar með má segja að Sólarblíð-
unni hafi tekist ætlunarverk sitt með
góðra hjálp. I lokakaflanum er saga
Stebba skýrð og jafnframt opnuð leið
inn í nýja og spennandi sögu. Stebbi er
nefnilega strákur úr öðrum heimi í á-
lögum og Sólarblíðan leysir hann úr á-
lögum með kossum. Síðan býður Stebbi,
sem heitir í raun Kíris, Sólarblíðunni að
koma með sér í aðra heima.
. . . eftir smástund svifu þau burtu
með lokuð augun, hún og Kíris,
langt langt burtu, áleiðis til
Klakavara. En það er önnur saga sem
ekki verður sögð að sinni. (77)
Á þeim orðum endar sagan.
Eins og sjá má er í þessum söguþræði
að finna þónokkurn skyldleika við
gömlu ævintýrin. Þarna er að finna þrí-
minnið (Sólarblíðan svindlar sér í þrjá
strætóa), töfrasteinn er einnig þekkt
minni úr ævintýrunum og einhver sem
er í álögum og er leystur úr þeim með
Umsagnir um bxkur
kossi. Fleira af þessu tagi er að finna í
sögunni.
Bæði í byggingu og persónusköpun er
að finna áhrif frá ævintýrum. Eftirfar-
andi söguþráður er gegnumgangandi í
mjög mörgum ævintýrum og má kalla
minni:
Hetjan leggur að heiman í þeim erind-
um að leysa af hendi erfiða þraut. Ein-
hverjar hindranir eru á leiðinni en einnig
hittir hún oft einhverja sem eru í vanda
staddir og hjálpi hetjan þeim fær hún að
launum töfragripi eða góð ráð sem koma
að notum við lausn þrautarinnar. Sagan
endar á átökum milli hetju og skúrks þar
sem hetjan sigrar og hefur þar með leyst
þrautina. I lokin kemur hetjan heim sem
sigurvegari. Beri maður söguþráðinn í
Sólarblíðunni, Sesselíu og mömmunni í
krukkunni saman við þetta sést skyld-
leikinn augljóslega.
Hetjan okkar
Sólarblíðan er í hlutverki hetjunnar í
ævintýrinu. Aðferðir höfundar við
persónusköpun eru um margt líkar að-
ferðum ævintýranna. Við kynnumst
persónunni í gegnum það sem hún gerir.
I upphafi er Sólarblíðan ein heima í stóra
húsinu sem foreldrar hennar eiga. Þau
eru í útlöndum í fríi og í fyrstu bókinni
um Sólarblíðuna losaði hún sig við yfir-
stjórann sem átti að sjá um uppeldið á
meðan.
Já, ef hún hefði kært sig um hefði
hún getað lifað aldeilis stórbrotnu lífi
þangaðtil mamma hennar og pabbi
kæmu heim úr útlandinu. En í stað-
inn ákvað hún að fara og reyna að
hjálpa Sesselíu, stelpu sem hún hafði
kynnst og átti skelfilegan pabba og
ennþá skelfilegri mömmu. (5)
Sólarblíðan er góð í sér og vill hjálpa
461