Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Blaðsíða 13

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Blaðsíða 13
Rannsóknir í hdskóla ósennilegt er að séu stundaðar annars staðar með betri árangri. Þessa viðmiðun — eins og hinar tvær sem ég hef þegar rakið — tel ég nánast sjálfsagða. Við eigum að sjálfsögðu að mennta fólk sem skilur og gerir okkur kleift að nýta niðurstöður nútímatæknivísinda, en við eigum ekki að láta okkur dreyma um að fjármagna að neinu marki slíkar rannsóknir hérlendis. Hvað raungreinar eða náttúruvísindi varðar þá á sama regla að gilda í aðalatriðum: Hér eigum við fyrst og fremst að leggja okkur eftir rannsóknum í jarðfræði og líffræði sem tengjast lífríki og náttúru Islands. Og hér hafa mannleg fræði enn sérstöðu sem er ákaflega mikilvægt að menn taki mið af. Eg gat þess hér að framan að í mannlegum fræðum væri sjaldnast til að dreifa aðferðum eða niðurstöðum með sama hætti og í tækni- eða raungrein- um. Af þeim sökum deila menn um það hvort telja beri þessi fræði til vísinda. Sumir fullyrða að þessar greinar séu menntagreinar er eigi í sjálfu sér ekkert skylt við vísindi, eiginleg vísindi séu náttúruvísindi eða raunvísindi. Aðrir lýsa þessum greinum sem ófullburða vísindum, eins konar óæðri vísindum. Þeir sem bera fram þessar skoðanir virðast hafa gleymt því að öll fræði, jafnt mannleg fræði sem náttúrufræði, stefna að skilningi og leita skilnings: Skilningur er markmið allra eiginlegra vísinda og fræða. Auk þess er í báðum þessum skoðunum horft fram hjá því sem mestu máli skiptir þegar spurt er um séreðli og sérstöðu mannlegra fræða: Sérstaða þeirra er fólgin í viðfangsefni þeirra, en það er fæstum orðum sagt heimur menningar og sögu, heimur bókmennta, lista, trúar, vísinda, atvinnuhátta, stjórnmála, efnahagslífs og siðferðis. Við lifum og hrærumst í þessum heimi og þennan heim viljum við þekkja og skilja vísinda- lega. Oft má beita raunvísindalegum aðferðum við rannsóknir á vissum þáttum hins mannlega veruleika. En oftar en ekki- og þetta á einnig við í frumlegum rannsóknum á náttúrunni — er það nýr skilningur á fyrirbærunum sem úrslitum ræður um það hvaða niðurstöður menn fá útúr rannsóknum sínum, skilningur sem ekki verður með neinu móti haminn við hefðbundnar aðferðir, hvorki fellur inní formúlur né bundinn fyrirfram skilgreiningum á hlutum. Svo dæmi sé tekið úr sagnfræði þá er óhugsandi að hún skili til okkar í endanlegri mynd hinni einu réttu Islandssögu. Og sama á við um bókmenntafræði: Það er einfaldlega óhugsandi að við sitjum skyndilega uppi með hina réttu bók- menntafræðilegu greiningu á skáldsögum Halldórs Laxness. Saga okkar og bókmenntir kalla sífellt á rannsóknir; án rannsókna myndu sagan og bókmenntirnar einfaldlega týnast og gleymast, verða forneskjunni að bráð. M. ö. o. heimur menningarinnar myndi líða undir lok ef fólk hætti að yfirvega hann og leitaði ekki lengur þekkingar og skilnings á eigin veruleika. Þá væru fyrirsjáanleg endalok mennskunnar í þessari veröld. Og þess vegna er öflug rannsóknarstarfsemi á sviði mannlegra fræða ómissandi hverri þjóð sem vill lifa af í þeirri holskeflu umbyltinga í lífsháttum sem nú dynur yfir. 363
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.