Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Side 102

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Side 102
Tímarit Máls og menningar Ef ég man rétt fjallaði sagan um tvær stúlkur og þeirra drauma. (bls. 37) Eg veit ekki með Magnús — en þennan morgun náði ég í blöðin fram á gang, . . . (bls. 79) Ég veit ekki hvar þau hittust næst, enda skiptir það varla miklu máli;. . . (bls. 98) Einnig notar hann neðanmálsgreinar. Þetta er mjög fyrirferðarmikið í fyrstu köflum sögunnar en rénar þegar á líður. Þessi aðferð, að færa óvænt sjónar- hornið frá sögupersónu til sögumanns virðist ekki gegna öðru hlutverki en því að minna lesanda á að sagan sé raunveru- leg saga, ekki skáldsaga. Klofningurinn í persónu Katrínar stafar t. d. ekki af því að hún sé skoðuð frá mismunandi sjón- arhornum, það er Magnús sem heyrir hana vitna í Gorkí. Þessi frásagnartækni nær því ekki að gefa frásögninni neitt umfram það sem hefðbundin frásögn gerir. En þess í stað verður hún dálítið þreytandi, nálgast það að verða stæll fremur en stíll. Verður meira að segja hvimleið þegar tilgangurinn er ekki ann- ar en sá að koma að lokuðum innanhús- bröndurum á skólakrakkamáli: Allt fram streymir, sagði skáldið, og meikar engan diff. Og ég held það hafi verið Magnús sem sagði : Dag- arnir eru allir eins, sagði hann, . . . (bls. 86) On second thought: Kannski ein- kenndist framkoma Lísu mest af því sem menn fóru síðar að kalla vigdís- arviðmót. (bls. 33 nm.) Umbi verður lesendum Kristnihaldsins svo hugstæður vegna þess að hann verð- ur að aðaipersónu sögUnnar og það eru hans örlög sem verða þeim svo hugstæð. Lesanda kemur meira við sú persóna sem í bókinni býr en hin sem skráði. Skrásetjari þarf ekki að vera að minna á sig í tíma og ótíma því nærvera hans er í verkinu sjálfu, í sjónarhorni og stíl; bæti hann svo heils hugar örlögum sínum við þarf ekki að efa að hann fær fulla athygli lesenda og þarf ekki að eyða plássi í umsagnir á borð við þessar: . . . , meðvitað hef ég ekki ætlað mér að flytja neinn boðskap. Hitt verður þó varla skafið af mér, djöfullinn hafi það, að ég „kann“ að segja sögu. (bls. 38) Eg veit að Pétur Gunnarsson heldur því fram að ég sé soldið predikunar- gjarn stundum, . . . (bls. 105) Víst kann Anton Helgi Jónsson að segja sögu, hann hefur einnig sýnt það og sannað að hann kann að yrkja ljóð. Hann hefur mjög gott vald á ljóðrænu máli og hann nykrar ekki frásögn sína. Margar málsgreinar í texta hans gætu sem best staðið sem sjálfstæð ljóð: I geðvonskukasti fyrir jólin hafði Katrín bakað heilu hjarðirnar af smákökum. En aðeins lítill hluti safnsins kom fram í réttum og var étinn opinberlega. Katrín vissi semsé að karlmaðurinn er bitvargur og að tveir karlmenn á heimili geta verið skaðræðisgripir. (bls. 36 — 37) Þetta er ljóðræn lítil frásögn af köku- bakstri fyrir jól og þeim hættum sem þeirra bíða. Það er fullt samræmi í myndmálinu, hjarðir, safn, réttir, bit- vargur. En hér verður sama vandamál 452
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.