Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Page 102
Tímarit Máls og menningar
Ef ég man rétt fjallaði sagan um tvær
stúlkur og þeirra drauma. (bls. 37)
Eg veit ekki með Magnús — en
þennan morgun náði ég í blöðin fram
á gang, . . . (bls. 79)
Ég veit ekki hvar þau hittust næst,
enda skiptir það varla miklu máli;. . .
(bls. 98)
Einnig notar hann neðanmálsgreinar.
Þetta er mjög fyrirferðarmikið í fyrstu
köflum sögunnar en rénar þegar á líður.
Þessi aðferð, að færa óvænt sjónar-
hornið frá sögupersónu til sögumanns
virðist ekki gegna öðru hlutverki en því
að minna lesanda á að sagan sé raunveru-
leg saga, ekki skáldsaga. Klofningurinn í
persónu Katrínar stafar t. d. ekki af því
að hún sé skoðuð frá mismunandi sjón-
arhornum, það er Magnús sem heyrir
hana vitna í Gorkí. Þessi frásagnartækni
nær því ekki að gefa frásögninni neitt
umfram það sem hefðbundin frásögn
gerir. En þess í stað verður hún dálítið
þreytandi, nálgast það að verða stæll
fremur en stíll. Verður meira að segja
hvimleið þegar tilgangurinn er ekki ann-
ar en sá að koma að lokuðum innanhús-
bröndurum á skólakrakkamáli:
Allt fram streymir, sagði skáldið, og
meikar engan diff. Og ég held það
hafi verið Magnús sem sagði : Dag-
arnir eru allir eins, sagði hann, . . .
(bls. 86)
On second thought: Kannski ein-
kenndist framkoma Lísu mest af því
sem menn fóru síðar að kalla vigdís-
arviðmót. (bls. 33 nm.)
Umbi verður lesendum Kristnihaldsins
svo hugstæður vegna þess að hann verð-
ur að aðaipersónu sögUnnar og það eru
hans örlög sem verða þeim svo hugstæð.
Lesanda kemur meira við sú persóna
sem í bókinni býr en hin sem skráði.
Skrásetjari þarf ekki að vera að minna á
sig í tíma og ótíma því nærvera hans er í
verkinu sjálfu, í sjónarhorni og stíl; bæti
hann svo heils hugar örlögum sínum við
þarf ekki að efa að hann fær fulla athygli
lesenda og þarf ekki að eyða plássi í
umsagnir á borð við þessar:
. . . , meðvitað hef ég ekki ætlað mér
að flytja neinn boðskap. Hitt verður
þó varla skafið af mér, djöfullinn hafi
það, að ég „kann“ að segja sögu. (bls.
38)
Eg veit að Pétur Gunnarsson heldur
því fram að ég sé soldið predikunar-
gjarn stundum, . . . (bls. 105)
Víst kann Anton Helgi Jónsson að
segja sögu, hann hefur einnig sýnt það
og sannað að hann kann að yrkja ljóð.
Hann hefur mjög gott vald á ljóðrænu
máli og hann nykrar ekki frásögn sína.
Margar málsgreinar í texta hans gætu
sem best staðið sem sjálfstæð ljóð:
I geðvonskukasti fyrir jólin hafði
Katrín bakað heilu hjarðirnar af
smákökum. En aðeins lítill hluti
safnsins kom fram í réttum og var
étinn opinberlega. Katrín vissi semsé
að karlmaðurinn er bitvargur og að
tveir karlmenn á heimili geta verið
skaðræðisgripir. (bls. 36 — 37)
Þetta er ljóðræn lítil frásögn af köku-
bakstri fyrir jól og þeim hættum sem
þeirra bíða. Það er fullt samræmi í
myndmálinu, hjarðir, safn, réttir, bit-
vargur. En hér verður sama vandamál
452