Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Blaðsíða 15
Ólafur Proppé
Stuðlar skólinn að betri
menntun og auknu lýðræði?
Menntun og lýðræði fara saman. Hvorugt er hugsanlegt án hins. Almennar
kosningar án menntunar og menningar verða skrílræði eða einræði en ekki
lýðræði — ekki stjórn fólksins sjálfs fyrir heildina.
Bandaríski heimspekingurinn og uppeldisfræðingurinn John Dewey
skrifaði bók árið 1916 sem hann nefndi Lýðrœði og menntun. I henni tengir
hann þessi tvö hugtök saman og lætur hvort um sig varpa birtu á hitt.
Byltingarkenndur boðskapur bókarinnar var að lýðræðissamfélag verði að
veita þegnunum jöfn tækifæri til menntunar — ekki aðeins með því að láta
öllum börnum í té jafnmikið af menntun, t. d. jafnmörg ár í skóla, heldur að
án undantekninga ættu allir að fá jafngóða menntun. Þessar hugmyndir hafa
haft víðtæk áhrif meðal vestrænna þjóða og víða hefur verið reynt að hrinda
þeim í framkvæmd.
Við höfum, eins og flestar ef ekki allar þjóðir sem við þekkjum, „fallið“ á
þessu „prófi“. Reyndar er verkefnið svo erfitt að það er skiljanlegt, og
jafnvel afsakanlegt, að okkur hafi ekki enn tekist að leysa það. En við getum
ekki haldið áfram að nota sömu aðferð við lausn þess. Slíkt myndi hafa
geigvænlegar afleiðingar fyrir okkur öll. Til að bjarga menningu okkar,
efnahagslegu sjálfstæði og hamingju einstaklinganna í samfélaginu — eink-
um í framtíð — verðum við að standast þetta erfiða „próf“. Við höfum öll
mótast af skólakerfi sem hefur aðeins náð hálfa leið að markinu. A því
berum við öll ábyrgð; við enga aðra er að sakast.
Skólasaga þeirrar aldar sem nú er bráðum öll einkennist af tilraunum til
að skapa almenn og sem jöfnust menntunartækifæri fyrir öll „landsins
börn“. I dag höfum við almennan níu ára grunnskóla fyrir börn á aldrinum
sjö til fimmtán ára. Við höfum byggt framhaldsskóla sem hafa rúm fyrir
næstum jafn marga nemendur og ungt fólk er í landinu á aldrinum sextán til
nítján ára. Við höfum smám saman komið upp skólum til enn frekara fram-
haldsnáms fyrir stóran hluta hvers aldurshóps, háskólum og sérskólum af
mismunandi tagi. Við höfum lyft Grettistaki — og enn höfum við áætlanir,
svo sem vera ber, um frekari uppbyggingu skólakerfisins. Okkur hefur
365