Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Blaðsíða 32
Tímarit Máls og menningar
lögum á vegum skólans. Þetta eina verkefni tengist ótrúlega mörgum
námsgreinum skólans, því auk handmennta- og listgreina sem beita þarf við
seglasaum, viðgerðir á skipsskrokk og smíði innréttinga ásamt viðeigandi
skreytingu farkostsins búa nemendur sig undir það að geta stjórnað
skútunni sjálfir og þurfa því að læra
ýmislegt í siglinga- og stjörnufræði auk
þess að meðhöndla vél og siglingatæki.
I einni skýrslunni, Rapport frán en
ö, nr. 11, segir Nils Jan Rapp skóla-
stjóri:
„Eitt helsta viðfangsefni skólans í
þjóðfélagi eins og okkar er að
breyta viðhorfum. Við verðum
að gera okkur og nemendum
okkar ljóst að við getum ekki hald-
ið áfram að lifa á sama hátt og við
höfum tamið okkur hingað til. Að breyta viðhorfum, t. d. til umhverf-
ismála, orkusparnaðarmála, vandamála þróunarlandanna og lýðræðis
er nokkuð sem ekki er unnt að gera utan við kennsluna og námið. Það
eru bæði þau viðfangsefni sem kennd eru og ekki síður þær aðferðir
sem beitt er, sem hafa mest áhrif á viðhorf nemandans."
Þetta síðastnefnda verkefni er á margan hátt táknrænt fyrir skólann, sem
lenti í ölduróti og mótbyr nútímasamfélagsins en „vatt upp segl“ og bar
gæfu til þess að hagræða þeim svo að hann gat siglt beitivind í átt að þeim
markmiðum sem skólum lýðræðisþjóðfélaga eru sett.
Sigurður Símonarson er æfingakennari við Æfinga- og tilraunaskóla KHÍ.
Við leggjnm fram alla vinnuna,
en svo hirða kennararnir launin!
Silja Adalsteinsdóttir
Tilraunamenntaskóli í Urbana
Frásagnirnar hér á undan eru báðar um tilraunir í efstu bekkjum grunn-
skóla, og sjálfsagt finnst einhverjum að þær séu ágætar svo langt sem þær nái
en þær segi lítið um önnur skólastig. Hvað með menntaskóla til dæmis?
382