Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Blaðsíða 62

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Blaðsíða 62
Hrólfur Kjartansson Afskólun og heimakennsla í íslensku samhengi í grein hér á undan fjallar Hörður Bergmann um hugmyndir í menntamál- um sem komið hafa fram erlendis. Hörður gerir m. a. grein fyrir afskólun og heimakennslu. Þessar róttæku hugmyndir hafa vissulega verið ræddar af íslenskum skólamönnum og sýnist sitt hverjum um hversu viðeigandi þær eru í íslensku samhengi. I þessu greinarkorni mun ég einkum gera afskólun og heimakennslu að umræðuefni og miða þá við íslenskar aðstæður. Eru þessar hugmyndir raunhæfar hér á landi? Er að finna í gildandi lögum um grunnskóla möguleika á annars konar grunnmenntun en þeirri sem tíðkast í hefðbundn- um skólum? Svar mitt við báðum spurningunum er neitandi og skal það nú skýrt nánar. I ritinu Crises in Education sem UNESCO gaf út 1977 er þróun mennta- mála í heiminum dregin saman í fjóra meginflokka. 1. Umbœtur á því sem fyrir er. Hér er einkum átt við aðlögun skóla að hræringum sem þegar hafa átt sér stað eða eru að gerast í þjóðfélagi. Þessar umbætur koma fram sem hæg þróun t. d. í formi lagfæringa á inntaki og aðferðum í kennslu. Umbætur af þessu tagi má sjá í flestum ríkjum hins vestræna heims, m. a. hér á landi. 2. Kerfisbreytingar. Þá er ekki aðeins um að ræða breytt inntak og aðferðir. Menntakerfið í heild er skipulagt á nýjan hátt. Kerfisbreytingar er t. d. að finna í ríkjum þriðja heimsins í kjölfar byltinga. 3. Afskólun. I stuttu máli er hér um að ræða afnám skóla sem sérstakra stofnana. I staðinn kæmi menntun t. d. á vinnustöðum og heimilum. Þessar hugmyndir eru lítt reyndar en hugmyndasmiðir eins og Ivan Illich, John Holt, Paolo Freire og A. S. Neil hafa þó haft margvísleg áhrif með róttækri og hvassri gagnrýni á skóla og skólakerfi. 4. Afneitun. Hér er átt við flótta nemenda úr skólum, uppgjöf og afneitun á stofnunum sem mæta ekki væntingum þeirra og þörfum eða koma aðeins til móts við hluta nemendahópsins. 412
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.