Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Qupperneq 23

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Qupperneq 23
Stublar skólinn að betri menntun og auknu lýðrœði? annarra er alltaf til staðar. Slík dulin firring getur vissulega leitt til sjúklegs ástands einstaklinga og samfélaga. Gagnvirk tengsl allra námstiga virðast ein geta leitt til áframhaldandi þroska og menntunar. I skólastarfi þarf að leggja áherslu á gagnvirkt samspil a. m. k. þriggja mikilvægra þátta: 1. Nemendur þurfa að fá tækifæri og tilsögn svo að þeir nái valdi á mikilvægri leikni (tækni) sem gerir þeim kleift að halda áfram að læra þegar formlegum skóla lýkur. Hér er átt við leikni í að tala, hlusta, lesa, skrifa, reikna, leysa þrautir, skoða og horfa á, mæla, giska á, gagnrýna og meta. Það sem skiptir þó meginmáli er að nemendur geri sér jafnframt grein fyrir að þessar athafnir eru „tæki“ sem við notum til að afla þekkingar, túlka hugmyndir okkar o. s. frv. 2. Nemendur þurfa að fá tækifæri til að ná valdi á skipulagðri þekkingu, þó engan veginn þannig að allir læri það sama. Þessi skipulagða þekking þarf að taka til félagslegs, menningarlegs og náttúrulegs umhverfis nemand- ans, samfélagsins og mannkynsins í heild. Nemandinn sjálfur verður þó að vera virkur þátttakandi (uppgötvunarnám) annars er hætt við að um fyrstastigsnám verði að ræða. 3. Nemendur þurfa að fá tækifæri til stöðugt dýpri skilnings á hugmyndum og gildum. Slíkt næst aðeins með gagnvirkum samskiptum og virkri þátt- töku, t. d. umræðum um bækur (ekki hefðbundnar kennslubækur) og önnur listaverk eða þátttöku í listsköpun, t. d. hljómlist, leiklist eða myndlist. Mikilvægt er að allir þessir þrír þættir myndi samfellda og gagnvirka heild og að enginn einn þáttur fái hærri sess en annar. Námið byggist á gagnvirk- um samskiptum nemandans við kennarann, aðra nemendur og annað um- hverfi hans í víðustu merkingu orðsins. Meginhlutverk kennarans er að auðvelda þessi samskipti. Til þess að svo megi verða þarf að ríkja gagn- kvxmt traust milli nemandans og kennarans, en slíkt gerist varla meðan hlutverk hvors um sig er rígskorðað við almenna merkingu hugtakanna að nema og að kenna. Það sem einkennir „góðan kennara“ og „góðan nem- anda“ er eitt og hið sama; að þeir séu, eins og áður sagði, leitandi en jafnframt óhræddir við að notfæra sér tímabundin svör til athafna í þeirri von að þær leiði til dýpri skilnings á þeim sjálfum og því umhverfi sem þeir hrærast í. Menntun er ekki afurð, ekki eitthvað sem við öðlumst endanlega t. d. með þekkingu. Endanlegt uppeldismarkmið okkar er, eins og áður var sagt, að hjálpa hvert öðru á brautinni til aukinnar menntunar. 373
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.