Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Blaðsíða 23
Stublar skólinn að betri menntun og auknu lýðrœði?
annarra er alltaf til staðar. Slík dulin firring getur vissulega leitt til sjúklegs
ástands einstaklinga og samfélaga. Gagnvirk tengsl allra námstiga virðast ein
geta leitt til áframhaldandi þroska og menntunar.
I skólastarfi þarf að leggja áherslu á gagnvirkt samspil a. m. k. þriggja
mikilvægra þátta:
1. Nemendur þurfa að fá tækifæri og tilsögn svo að þeir nái valdi á
mikilvægri leikni (tækni) sem gerir þeim kleift að halda áfram að læra
þegar formlegum skóla lýkur. Hér er átt við leikni í að tala, hlusta, lesa,
skrifa, reikna, leysa þrautir, skoða og horfa á, mæla, giska á, gagnrýna og
meta. Það sem skiptir þó meginmáli er að nemendur geri sér jafnframt
grein fyrir að þessar athafnir eru „tæki“ sem við notum til að afla
þekkingar, túlka hugmyndir okkar o. s. frv.
2. Nemendur þurfa að fá tækifæri til að ná valdi á skipulagðri þekkingu, þó
engan veginn þannig að allir læri það sama. Þessi skipulagða þekking þarf
að taka til félagslegs, menningarlegs og náttúrulegs umhverfis nemand-
ans, samfélagsins og mannkynsins í heild. Nemandinn sjálfur verður þó
að vera virkur þátttakandi (uppgötvunarnám) annars er hætt við að um
fyrstastigsnám verði að ræða.
3. Nemendur þurfa að fá tækifæri til stöðugt dýpri skilnings á hugmyndum
og gildum. Slíkt næst aðeins með gagnvirkum samskiptum og virkri þátt-
töku, t. d. umræðum um bækur (ekki hefðbundnar kennslubækur) og
önnur listaverk eða þátttöku í listsköpun, t. d. hljómlist, leiklist eða
myndlist.
Mikilvægt er að allir þessir þrír þættir myndi samfellda og gagnvirka heild
og að enginn einn þáttur fái hærri sess en annar. Námið byggist á gagnvirk-
um samskiptum nemandans við kennarann, aðra nemendur og annað um-
hverfi hans í víðustu merkingu orðsins. Meginhlutverk kennarans er að
auðvelda þessi samskipti. Til þess að svo megi verða þarf að ríkja gagn-
kvxmt traust milli nemandans og kennarans, en slíkt gerist varla meðan
hlutverk hvors um sig er rígskorðað við almenna merkingu hugtakanna að
nema og að kenna. Það sem einkennir „góðan kennara“ og „góðan nem-
anda“ er eitt og hið sama; að þeir séu, eins og áður sagði, leitandi en
jafnframt óhræddir við að notfæra sér tímabundin svör til athafna í þeirri
von að þær leiði til dýpri skilnings á þeim sjálfum og því umhverfi sem þeir
hrærast í. Menntun er ekki afurð, ekki eitthvað sem við öðlumst endanlega
t. d. með þekkingu. Endanlegt uppeldismarkmið okkar er, eins og áður var
sagt, að hjálpa hvert öðru á brautinni til aukinnar menntunar.
373