Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Blaðsíða 93
Umsagnir um bœkur
ekkert nema gott um hana að segja. Með
þessu á ég ekki við að skáldið hafi ekki
lengur ýmislegt mikilvægt fram að færa
við okkur hin, öðru nær. Hann hefur
hins vegar tileinkað sér annan hátt á að
segja það. Þannig fækkar beinskeyttum
pólitískum ljóðum þar sem boð-
skapnum var fylgt eftir af mikilli
mælsku og fyrir kom að sligaði hinn
listræna þátt ljóðanna, bæri hann ofur-
liði. I þessari bók er efnið matreitt á
heimspekilegri og yfirvegaðri hátt, sem
dýpkar ljóðin og eykur gildi þeirra.
Yrkingarmáti Sigurðar minnir um
margt á annað gott Ijóðskáld sem einnig
hefur dvalið langdvölum í Frakklandi og
rækilega kynnst franskri menningu, Sig-
fús Daðason. Báðir yrkja þeir um stöðu
mannsins í heiminum á heimspekilegan
hátt og athyglisvert er að báðir beita þeir
mikið sömu stílbrögðum, til að mynda
nota þeir endurtekningar og hrynjandi á
svipaðan hátt. Það væri vafalaust mjög
spennandi að rannsaka nánar líka og
ólíka þætti ljóðlistar þessara skálda.
Síðar í upphafsljóði þessa ritdóms er
lífinu líkt við talnahringekju og eftirfar-
andi brýnt í lokin:
Rífðu dagatalið meinleysislegt
ef þig langar til og myndina
af kaupfélaginu og rauða
og svarta daga
en láttu þig ekki dreyma um
að stökkva
úr hringekjunni
á ferð
(49)
Þannig sýnir Sigurður Pálsson, í einni
bestu ljóðabók síðasta árs, hversu órjúf-
anlega maðurinn er tengdur lífinu og
hvetur hann til þess að takast á við það
af fullum heilindum og krafti.
Pdll Valsson.
„EINU SINNI VAR GLEÐIBRAGUR
YFIR LITLUM PLÁSSUM“
I Geirfuglunum eftir Árna Bergmann
(Mál og menning 1982) segir Egill Gríms-
son frá uppvaxtarárum sínum í sjávar-
þorpinu Selatöngum. Selatangar eiga síðar
eftir að verða eitt frægasta þorp á Islandi
af því að þeir springa í loft upp í kjam-
orkusprengingu. Sjóðandi hafið gleypir
þar ástvini Egils og „ættjörð" og þeir
þorpsbúar sem eftir lifa eiga erfitt með
að axla þennan tilgangslausa heimsendi.
Furbusaga
Sögumaður okkar, Egill Grímsson, hef-
ur sögu sína á því að faðir hans brúkar
húsbóndaréttinn í rúminu eitt kvöld
(„ . . . snúðu þér að mér kona“). Fimm
hundruð milljón sæðisfrumur fara í
kapphlaup, ein þeirra verður fyrst í
mark og verður þar með „ég“ sögunnar,
Egill Grímsson.
Þetta veit ég vegna þess að þetta er
mín saga og ég hef fullan rétt á að
vera þar sem hún gerist. Ekki get ég
farið að senda staðgengil á vettvang.
(7-8)
Fóstrið vex og dafnar í móðurkviði,
en kvíðir því ofurlítið að fæðast. Eftir
þau ósköp liggur nýfætt barnið í
vöggunni og hugsar sitt um menn og
málefni. Oðru hvoru hlær Egill tann-
lausum gómum við tilhugsunina um það
hve hissa fullorðna fólkið yrði ef það
vissi að hann skildi allt sem fram fer í
kringum hann.
Þegar smábarninu Agli finnst svo tími
til kominn að ávarpa heimilisfólkið kast-
ar hann fram vísu, eins og nafni hans
Skalla-Grímsson gerði forðum tíð.
Móðurinni dauðbregður, en ákveður að
ráði Tóta frænda að segja kerlingunum
443