Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Side 93

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Side 93
Umsagnir um bœkur ekkert nema gott um hana að segja. Með þessu á ég ekki við að skáldið hafi ekki lengur ýmislegt mikilvægt fram að færa við okkur hin, öðru nær. Hann hefur hins vegar tileinkað sér annan hátt á að segja það. Þannig fækkar beinskeyttum pólitískum ljóðum þar sem boð- skapnum var fylgt eftir af mikilli mælsku og fyrir kom að sligaði hinn listræna þátt ljóðanna, bæri hann ofur- liði. I þessari bók er efnið matreitt á heimspekilegri og yfirvegaðri hátt, sem dýpkar ljóðin og eykur gildi þeirra. Yrkingarmáti Sigurðar minnir um margt á annað gott Ijóðskáld sem einnig hefur dvalið langdvölum í Frakklandi og rækilega kynnst franskri menningu, Sig- fús Daðason. Báðir yrkja þeir um stöðu mannsins í heiminum á heimspekilegan hátt og athyglisvert er að báðir beita þeir mikið sömu stílbrögðum, til að mynda nota þeir endurtekningar og hrynjandi á svipaðan hátt. Það væri vafalaust mjög spennandi að rannsaka nánar líka og ólíka þætti ljóðlistar þessara skálda. Síðar í upphafsljóði þessa ritdóms er lífinu líkt við talnahringekju og eftirfar- andi brýnt í lokin: Rífðu dagatalið meinleysislegt ef þig langar til og myndina af kaupfélaginu og rauða og svarta daga en láttu þig ekki dreyma um að stökkva úr hringekjunni á ferð (49) Þannig sýnir Sigurður Pálsson, í einni bestu ljóðabók síðasta árs, hversu órjúf- anlega maðurinn er tengdur lífinu og hvetur hann til þess að takast á við það af fullum heilindum og krafti. Pdll Valsson. „EINU SINNI VAR GLEÐIBRAGUR YFIR LITLUM PLÁSSUM“ I Geirfuglunum eftir Árna Bergmann (Mál og menning 1982) segir Egill Gríms- son frá uppvaxtarárum sínum í sjávar- þorpinu Selatöngum. Selatangar eiga síðar eftir að verða eitt frægasta þorp á Islandi af því að þeir springa í loft upp í kjam- orkusprengingu. Sjóðandi hafið gleypir þar ástvini Egils og „ættjörð" og þeir þorpsbúar sem eftir lifa eiga erfitt með að axla þennan tilgangslausa heimsendi. Furbusaga Sögumaður okkar, Egill Grímsson, hef- ur sögu sína á því að faðir hans brúkar húsbóndaréttinn í rúminu eitt kvöld („ . . . snúðu þér að mér kona“). Fimm hundruð milljón sæðisfrumur fara í kapphlaup, ein þeirra verður fyrst í mark og verður þar með „ég“ sögunnar, Egill Grímsson. Þetta veit ég vegna þess að þetta er mín saga og ég hef fullan rétt á að vera þar sem hún gerist. Ekki get ég farið að senda staðgengil á vettvang. (7-8) Fóstrið vex og dafnar í móðurkviði, en kvíðir því ofurlítið að fæðast. Eftir þau ósköp liggur nýfætt barnið í vöggunni og hugsar sitt um menn og málefni. Oðru hvoru hlær Egill tann- lausum gómum við tilhugsunina um það hve hissa fullorðna fólkið yrði ef það vissi að hann skildi allt sem fram fer í kringum hann. Þegar smábarninu Agli finnst svo tími til kominn að ávarpa heimilisfólkið kast- ar hann fram vísu, eins og nafni hans Skalla-Grímsson gerði forðum tíð. Móðurinni dauðbregður, en ákveður að ráði Tóta frænda að segja kerlingunum 443
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.