Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Blaðsíða 11

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Blaðsíða 11
Rannsóknir í háskóla háskólamanna. Tæknilegar rannsóknir eru fullkomið aukaatriði í rann- sóknarstarfsemi háskóla og háskólinn myndi ekki breyta um svip þó að þær hyrfu frá honum; og þar ber ekki að sinna náttúruvísindalegum rannsóknum öðrum en þeim sem ekki verður sinnt á öðrum rannsóknarstofnunum. Oðru máli gegnir um mannleg fræði þar sem fengist er við rannsóknir á tungumálum, sögu, bókmenntum, siðum, lögum, reglum og hugmyndum. Engin stofnun í samfélaginu önnur en háskólinn hefur skipulagt rannsóknir á þessum sviðum. Og það eru engar líkur á að nein önnur stofnun muni reyna slíkt, hvað þá að nokkur önnur stofnun en háskólinn geti valdið rannsóknum í mannlegum fræðum með góðum árangri. Eg sé strax fyrir mér ein andmæli gegn þessum málflutningi mínum. Þau væru fólgin í því að segja að það geti nú ekki talist arðbært að leggja fé í rannsóknir á sviði mannlegra fræða og þ. m. t. guðfræði. Þessi andmæli eru vanhugsuð: Það er mikil og vaxandi eftirspurn í þjóðfélaginu eftir þeim vörum eða gæðum sem fræðimenn í mannlegum fræðum geta einir framleitt með rannsóknum sínum. Og af augljósum ástæðum: Hver einasti hugsandi karl eða kona yfirvegar leynt eða ljóst þann menningarveruleika sem hann eða hún tilheyrir. Og þessari yfirvegun sinni fylgir fólk eftir með því að kynna sér rannsóknir í mannlegum fræðum. Svo ég haldi mig við guðfræðina sem dæmi þá er ég sannfærður um að meirihluti þjóðarinnar hefur brennandi áhuga á viðfangsefnum af því tagi sem fengist er við í guðfræði. En þessu áhugamáli meðal þjóðarinnar hefur háskólinn alls ekki sinnt sem skyldi. Hann hefur algjörlega vanrækt að mæta þeirri andlegu þörf fjölda fólks að takast frœðilega á við hinar margvíslegu trúarlegu spurningar sem á það leita. Og þess vegna flykkist fólk ekki á fyrirlestra þar sem guðfræðingar gera grein fyrir rannsóknum sínum, heldur leitar sér svölunar á öðrum vettvangi eða eftir öðrum leiðum, þar sem fræðileg hugsun situr ekki í fyrirrúmi. 2. Lítum nú á hina menntunar- eða menningarlegu viðmiðun og athugum hvaða rannsóknir beri að efla í háskólanum í ljósi hennar. Fyrst er að skýra hvað felst í þessari viðmiðun. Háskólinn er menntastofnun með tvíþættu hlutverki, honum ber að sinna rannsóknum og kennslu. Þetta er orðað svo í lögum að háskólinn skuli vera „vísindaleg rannsóknarstofnun og vísindaleg fræðslustofn- un, er veiti nemendum sínum menntun til að sinna sjálfstætt vísindalegum verkefnum og til þess að gegna ýmsum embættum og störfum í þjóðfélaginu". Hér ber að hyggja að einu ákaflega mikilvægu atriði sem alls ekki hefur verið nægur gaumur gefinn. En það er að tengsl rannsókna og kennslu (eða fræðslu) eru með mjög ólíkum hætti eftir hinum ólíku fræðasviðum. Þannig getur mæta vel farið fram umtalsverð kennsla í ýmsum tæknigreinum án þess að nokkrar rannsóknir séu stundaðar (ég minni á að með rannsókn á ég við skipulega viðleitni til þekkingarsköpunar). Við kennslu af þessu tagi er hins vegar gjarnan þörf tækjabúnaðar þar sem mönnum er gert kleift að læra til verka. Og sama á við í mörgum greinum raunvísinda eða tilraunavísinda. Það nægir að kennari 361
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.