Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Blaðsíða 19

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Blaðsíða 19
Stuðlar skólinn að betri menntun og auknu lýðrœði? hann verða að gera sér skýra grein fyrir þessum mikilvægu þáttum. Skólinn má ekki leggja ofuráherslu á neðri námstigin í þeirri barnalegu trú að það að vera fróður jafngildi menntun og að það eitt að vera mörg ár í skóla skapi menntamenn — fátt er fjær sanni. Eins og minnst var á í upphafi þessarar greinar höfum við Islendingar lyft Grettistaki með uppbyggingu skólakerfis og skólahúsnæðis sem gæti rúmað svo til öll börn og ungmenni á aldrinum sex til nítján ára. Gæðin virðast hins vegar ekki vera í samræmi við magnið því þúsundir ungmenna hrökklast úr skólum án þess að hafa fengið tækifæri til menntunar. Afrakstur skólagöngu mikils fjölda þeirra er jafnvel takmarkaður hvað snertir fyrstastigsnám — hvað þá heldur ef höfð eru í huga efri stigin, sem þó eru lykillinn að þátttöku í sköpun og endursköpun íslensks og alþjóðlegs menningarlífs. Magn og gæði virðast ekki fara saman. Hvernig er unnt að gera skólann betri? Áður var minnst á að hluti af menntun og menningu er sameiginlegur menningararfur okkar — eitthvað sem við eigum öll saman og sækjum samsömun við. Mikið af þessum menningararfi er að sjálfsögðu fordómar af ýmsu tagi (t. d. rótgrónar hugmyndir um mismun kynjanna), annað ein- kennist af meiri víðsýni. Hvað um það — við finnum til ákveðinnar samsemdar við þá heimsmynd sem við ölumst upp við; í hana sækjum við öryggi sem gerir okkur kleift að brjótast út, að leita nýrra leiða, að víkka og dýpka skilning okkar á umhverfinu og sjálfum okkur. I fyrstu virðist þetta vera þversögn, en ef betur er að gáð sjáum við að dýpri skilningur á fyrirbærinu er sú lausn sem leiðir til aukinnar menntunar einstaklingsins og samfélagsins í heild. Einhver samræming á gildismati er nauðsynleg vegna þarfa okkar fyrir samsömun (identity) og öryggi — en of mikil samræming er hættuleg og kemur í veg fyrir áframhaldandi menntun og þroska, hægir á, eða stöðvar, þróun menningarlífs í víðustu merkingu þess orðs. Það er þó ekki magn samræmingar sem skiptir höfuðmáli; heldur hvað er samræmt og hvað ekki. Skólakerfi okkar einkennist (eins og mörg önnur skólakerfi) í ríkum mæli af tilraunum til samræmingar á inntaki. Þetta kemur m. a. fram í meira og minna samræmdum prófum sem mikið eru notuð í skólum okkar á öllum skólastigum, en gleggst í „samræmdu prófunum" í 9. bekk grunnskólans. Að auki er víðtæk samræming á því hvernig skólavikan gengur fyrir sig, á búnaði og uppröðun í skólastofunni og stærð námshópa, svo að minnst sé á nokkur veigamikil atriði. Mikill þrýstingur hefur verið undanfarin ár, og er enn, á samræmingu á markmiðum, námsefni og námsmati á framhalds- skólastigi og þá einkum gengið út frá hefðbundnum hugmyndum um 369
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.