Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Blaðsíða 16

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Blaðsíða 16
Tímarit Máls og menningar vissulega miðað nokkuð, einkum hvað snertir magn — en eru gæðin eftir því? I raun leiðir löng skólaganga engan veginn alltaf til aukinnar menntunar. Enginn er menntaður nema hann hafi þroskast og ræktað þá eiginleika sem okkur eru öllum í blóð bornir. Skólakerfi sem byggt er á þeirri hugmynd að aðeins lítill hluti nemenda hafi möguleika á að verða menntaðir einstakling- ar, og að stóran hóp nemenda sé einungis unnt að þjálfa til afmarkaðra starfa, mun ekki leggja hart að sér til að mennta nemendur sína raunveru- lega. Þjóðfélag sem skapar og viðheldur slíku skólakerfi mun aldrei ná því markmiði að tengja lýðræði og menntun saman í gagnvirka heild. Við verðum að losna úr viðjum þess yfirdrepsskapar sem svo mjög einkennir hugmyndir okkar um skóla og menntun. Við getum ekki í öðru orðinu sagt að við viljum lýðræði og að allir taki þátt í mótun samfélagsins og í hinu að aðeins hluti barna og unglinga, minna en helmingur, geti menntast til fullrar menningarlegrar, félagslegrar og efnahagslegrar þátttöku. Með örfáum undantekningum, þ. e. þeim börnum sem orðið hafa fyrir óbætanlegum heilaskaða, geta öll börn menntast í jákvæðustu merkingu þess orðs — ekki aðeins þjálfast til ákveðinna og afmarkaðra verkefna, heldur menntast í merkingunni að verða þroskaðir einstaklingar. A menntun einstaklinga þarf ekki að vera eðlismunur, aðeins stigsmunur. Að sjálfsögðu eigum við ekki að kenna þeim öllum sömu þekkingaratriðin — menntun á lítið skylt við það að vita mikið, að vera fróður — heldur gefa öllum tækifæri til að nýta þá þroskamöguleika sem einkenna manninn sem tegund, möguleikana sem við eigum öll sameiginlega. Ef okkur tekst þetta ekki hefur samfélagið brugðist — foreldrar, kennarar og stjórnendur. Það eru ekki börnin sem „fallið hafa á prófinu“. Það eru nánast engin börn til sem ekki geta þroskast og menntast. Það eru aðeins skólar, kennarar og foreldrar sem ekki geta veitt þá handleiðslu sem þau þurfa á að halda. Nám, þroski og menntun geta átt sér stað allt lífið; einmitt það aðgreinir okkur frá flestum dýrum öðru fremur. Á þeirri staðreynd verðum við að byggja hugmyndir okkar og raungervingu á skólum og skólastarfi. Endan- legt uppeldismarkmið okkar er að hjálpa hvert öðru að verða menntaðir einstaklingar. Skólinn er aðeins undirbúningsstig; hann mótar námsvenjur og lætur í té „tæki“ sem unnt er að nota til áframhaldandi náms eftir að öllum formlegum skólum er lokið. Aðeins með aukinni og dýpri reynslu hins fulltíða manns, í gagnvirkum samskiptum við aðra, þroskast hann og menntast. Skólinn getur aldrei orðið nema hluti af slíku ferli. Enginn verður fullmenntaður í skóla, sama hversu góður skólinn er eða hve mörg ár menn dvelja í honum. Jafnvel þótt allir héldu áfram formlegu framhaldsnámi myndi slíkt ekki nauðsynlega leiða til aukinnar menntunar, betra mannlífs og meira lýðræðis. 366
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.