Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Blaðsíða 120
Tímarit Máls og menningar
markmiði hennar, afmörkum og þeim
álitamálum og vandkvæðum sem alltaf
hljóta að fylgja sýnisbókum og vali í
þær. Silja Aðalsteinsdóttir reynir að
finna veilu í afgreiðslu minni á þeim
vanda. Og hvað finnur hún? Jú, það sem
reyndar liggur í augum uppi og allir
vissu: ein Ijóðabókin af 160, sem teljast
til tímabils þessara nýgræðinga, var gef-
in út einu ári fyrir 1970. Þetta verður
„ansi í augun skerandi", þetta er „brot“,
þetta er „kollhnís". Ekki dugir nú
minna. Það hefur líklega ekki skorið í
augu Silju að Steinunn Sigurðardóttir er
fædd 1950 og var aðeins 19 ára þegar
bókin kom út 1969. Átti fyrir það að
útiloka hana úr þessum hópi og þessari
sýnisbók? Þrátt fyrir öll andköfin telur
Silja að Steinunn eigi heima í ritinu en
spyr „hvort ekki voru fleiri skáld komin
fram rétt fyrir 1970 sem einnig ættu að
fá að vera með.“ Því er til að svara að ef
viðmiðunarmörkin hefðu verið færð
aftar, t. d. til 1968, hefði einn maður,
Þorsteinn Antonsson (f. 1943) og ljóða-
bók hans, bæst við skrána en engin ljóð
hefðu við það bæst í sýnisbókina sem ég
valdi í. Ég kaus að miða við 1970 vegna
þess að það ártal hefur öðlast nokkra
festu í umræðunni um þróun ljóðlistar á
síðustu árum. Ég tel þessa viðmiðun
einnig henta vel í umræðu um íslenska
ljóðagerð þó að allir viti að engin alls-
herjar straumhvörf verði á einu ári. Eg
sé enga bót í því að færa mörkin aftar þó
að ein bók eftir eitt þeirra skálda, sem nú
eru kennd við áttunda áratuginn, hafi
komið út 1969.
Eg átti ekki von á órökstuddum að-
dróttunum frá Silju Aðalsteinsdóttur.
Þess vegna kemur mér á óvart er hún
skrifar að ég hafi leitað uppi ljóð í tíma-
ritum til að gera hlut kvenna sem mestan
í bókinni. Sannleikurinn er sá, eins og
Silja hlýtur að vita ef hún les formálann
sæmilega vel eða reynir að kynna sér
ljóðin, að ég las tímaritin frá síðasta
áratug ekki til að leita að ljóðum eftir
konur heldur til þess að kanna ljóð
ungra skálda, kvenna jafnt sem karla. I
sýnisbókinni eru líka ljóð eftir karla sem
tekin eru úr tímaritum og blöðum en
ekki bókum. Rétt er að minna á að fjöldi
ljóðabóka eftir konur er ekki í hlutfalli
við skáldskapariðkanir þeirra. Athugan-
ir mínar hafa sannfært mig um að karl-
skáld eru einfaldlega ákafari eða fram-
gjarnari þegar kemur að því að gefa út
bækur eða kver. Hlutfallareikningur
Silju Aðalsteinsdóttur varðandi ljóða-
bækur og kyngreiningu skálda koma
ljóðlist harla lítið við og eru auðvitað
reikningslega út í hött nema hún taki að
auki inn í dæmið öll þau Ijóð eftir ný-
græðingana sem birst hafa í blöðum og
tímaritum og kyngreini þau skáld líka.
Það verður líka að hyggja að ýmsum
fleiri atriðum en hún gerir ef draga á
einhverjar ályktanir af talnareikningi um
skáldskap. Silja virðist, eins og sumir
fleiri, bundin þeirri skoðun að einungis
þau ljóð og þau skáld séu gjaldgeng sem
eiga sér bækur eða fjölritaða bæklinga að
baki. Spyrja mætti hvort ljóð öðlist eitt-
hvert aukið skáldskapargildi við það að
prentast í bók. Flestir þeirra höfunda,
sem ljóð eiga í sýnisbókinni og ekki hafa
sent frá sér bækur, eiga í handriti gott
efni í Ijóðabækur en hafa ekki viljað gefa
ljóð sín út í fjölrituðum kverum. Mörg
ljóða þeirra hafa birst á prenti og dreifst
meira en ljóðabækur almennt gera. Eiga
ljóð þessara skálda minni rétt en
annarra?
Ymsir þeirra, sem lásu handritið að
sýnisbókinni, spáðu því að sumir gagn-
rýnendur myndu falla í þá gryfju að
snúa gagnrýni sinni í ómarkvisst og
470