Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Side 120

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Side 120
Tímarit Máls og menningar markmiði hennar, afmörkum og þeim álitamálum og vandkvæðum sem alltaf hljóta að fylgja sýnisbókum og vali í þær. Silja Aðalsteinsdóttir reynir að finna veilu í afgreiðslu minni á þeim vanda. Og hvað finnur hún? Jú, það sem reyndar liggur í augum uppi og allir vissu: ein Ijóðabókin af 160, sem teljast til tímabils þessara nýgræðinga, var gef- in út einu ári fyrir 1970. Þetta verður „ansi í augun skerandi", þetta er „brot“, þetta er „kollhnís". Ekki dugir nú minna. Það hefur líklega ekki skorið í augu Silju að Steinunn Sigurðardóttir er fædd 1950 og var aðeins 19 ára þegar bókin kom út 1969. Átti fyrir það að útiloka hana úr þessum hópi og þessari sýnisbók? Þrátt fyrir öll andköfin telur Silja að Steinunn eigi heima í ritinu en spyr „hvort ekki voru fleiri skáld komin fram rétt fyrir 1970 sem einnig ættu að fá að vera með.“ Því er til að svara að ef viðmiðunarmörkin hefðu verið færð aftar, t. d. til 1968, hefði einn maður, Þorsteinn Antonsson (f. 1943) og ljóða- bók hans, bæst við skrána en engin ljóð hefðu við það bæst í sýnisbókina sem ég valdi í. Ég kaus að miða við 1970 vegna þess að það ártal hefur öðlast nokkra festu í umræðunni um þróun ljóðlistar á síðustu árum. Ég tel þessa viðmiðun einnig henta vel í umræðu um íslenska ljóðagerð þó að allir viti að engin alls- herjar straumhvörf verði á einu ári. Eg sé enga bót í því að færa mörkin aftar þó að ein bók eftir eitt þeirra skálda, sem nú eru kennd við áttunda áratuginn, hafi komið út 1969. Eg átti ekki von á órökstuddum að- dróttunum frá Silju Aðalsteinsdóttur. Þess vegna kemur mér á óvart er hún skrifar að ég hafi leitað uppi ljóð í tíma- ritum til að gera hlut kvenna sem mestan í bókinni. Sannleikurinn er sá, eins og Silja hlýtur að vita ef hún les formálann sæmilega vel eða reynir að kynna sér ljóðin, að ég las tímaritin frá síðasta áratug ekki til að leita að ljóðum eftir konur heldur til þess að kanna ljóð ungra skálda, kvenna jafnt sem karla. I sýnisbókinni eru líka ljóð eftir karla sem tekin eru úr tímaritum og blöðum en ekki bókum. Rétt er að minna á að fjöldi ljóðabóka eftir konur er ekki í hlutfalli við skáldskapariðkanir þeirra. Athugan- ir mínar hafa sannfært mig um að karl- skáld eru einfaldlega ákafari eða fram- gjarnari þegar kemur að því að gefa út bækur eða kver. Hlutfallareikningur Silju Aðalsteinsdóttur varðandi ljóða- bækur og kyngreiningu skálda koma ljóðlist harla lítið við og eru auðvitað reikningslega út í hött nema hún taki að auki inn í dæmið öll þau Ijóð eftir ný- græðingana sem birst hafa í blöðum og tímaritum og kyngreini þau skáld líka. Það verður líka að hyggja að ýmsum fleiri atriðum en hún gerir ef draga á einhverjar ályktanir af talnareikningi um skáldskap. Silja virðist, eins og sumir fleiri, bundin þeirri skoðun að einungis þau ljóð og þau skáld séu gjaldgeng sem eiga sér bækur eða fjölritaða bæklinga að baki. Spyrja mætti hvort ljóð öðlist eitt- hvert aukið skáldskapargildi við það að prentast í bók. Flestir þeirra höfunda, sem ljóð eiga í sýnisbókinni og ekki hafa sent frá sér bækur, eiga í handriti gott efni í Ijóðabækur en hafa ekki viljað gefa ljóð sín út í fjölrituðum kverum. Mörg ljóða þeirra hafa birst á prenti og dreifst meira en ljóðabækur almennt gera. Eiga ljóð þessara skálda minni rétt en annarra? Ymsir þeirra, sem lásu handritið að sýnisbókinni, spáðu því að sumir gagn- rýnendur myndu falla í þá gryfju að snúa gagnrýni sinni í ómarkvisst og 470
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.