Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Blaðsíða 90

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Blaðsíða 90
Tímarit Mdls og menningar Aftur skal horft í augu spegils Aftur skal horfst í augu <35) Það er yfirleitt fráleitt að tala um að skáld komist að einhverri endanlegri niðurstöðu um heimspekileg efni, en þegar litið er á bókina í heild verður áberandi sá skilningur Sigurðar að tím- inn, þó ýmist taki hann spretti eða standi kyrr, líði fyrst og fremst í og með ljóði og skáldi. Fortíð og nútíð renna saman í sérkennilegri og sérstæðri ljóð- blöndu: Margtonnaflikkið stynur I fórum þess náungi með Dísarfell í höfðinu (87) Sem fyrr er Sigurður í því að gera nokkrar atrennur að ákveðnu viðfangs- efni undir merki hvers ljóðabálks. I kafl- anum sem ber nafn bókarinnar og er beint framhald af hringvegi síðustu bókar, er kveðið af miklum krafti um hversu mikilvægt það sé manninum að vera leitandi, að brýna hugann til spurninga og gagnrýni í stað þess að grafa sig í fönn fyrirfram gefinna sann- inda, almenns gagnrýnis- og afstöðu- leysis. Þannig eiga menn að leita út á hina ókortlögðu ljóðvegi er við leggjum saman, og það sem við finnum er okkar fundur. Þar gildir að vera í sífelldri spurn við sjálfan sig og lífið: Olmir villikettir spurninganna reynast betur við ljóðvegagerð en þægar skepnur kokhraustrar vissu (1°) Það er til marks um víðsýni skáldsins að þó hann álykti sem svo að orðin myndi samband okkar við heiminn, að orðleysi sé ekki til, er honum jafnframt ljóst að þögnin er ekki síður mikilvæg til þess að ná sambandi. Samband manns og heims er af margvíslegum toga og hið upprunalegasta er vafalaust þögnin. En það eru margar hindranir í vegi slíks sambands. Vélvæddur nútíminn hefur skotið sér upp á milli með þeim afleið- ingum sem við blasa og Sigurður hefur bent á í bókum sínum. I hinum fyrri var efasemdartónninn í garð tækninnar ívið háværari en hér, þótt oft komi hann skýrt fram eins og til að mynda í lok sjöttu ljóðvegagerðar: Megi hann njóta þess áður en morgunútvarpið og sundlaugarnar bleyta tjáskiptatundrið (15) „Dombaslegata" nýtur nokkurrar sérstöðu í þessari bók þó lesendum Sig- urðar komi hún ekki á óvart því iðinn hefur hann verið við að virða fyrir sér líf einstakra gatna. I bálkinum eru lýsingar á smáatvikum, stuttar myndir af hvers- dagslegu en jafnframt eftirminnilegu fólki sem hafa um leið víðari merkingu. Allir eiga sér einhvern draum, markmið sem virðast í órafjarlægð og eru því blekkingar, tálsýnir er varða lífsveg fólksins og viðhalda lífi þess. Hér er það sem frásagnargleði og húmor Sigurðar nýtur sín einna best og sést það enn betur þegar litið er til hliðstæðra bálka fyrri bókanna tveggja. Tjáningarþörfin og vandamál skáld- skapar eru Sigurði einnig hugleikin; í ljóðinu „Funhita" segir m. a.: En það flæðir aldrei nema brotabrot af hinu þunga, blinda, þrungna ópi sem runnið er í þykkan merg og dumbrautt blóð og allan skrokk; aldrei nema brotabrot er merkjanlegt 440
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.