Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Blaðsíða 103

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Blaðsíða 103
Umsagnir um bækur fyrir lesanda og áður var rætt um, sjón- arhornið. Er það skrásetjarinn sem sér þessa uppákomu eins og haustréttir og slátrun, eða er það Magnús? Og ekki er ljóst hvers vegna gripið er til svo ljóð- ræns stílbragðs. Miklu markvissari verð- ur beiting ljóðmálsins og sjónarhornið ákveðnara þar sem segir frá einum fundi Magnúsar og Maríu: Hann roðnaði og fór næstum að gráta þegar konan bauð fram augu sín einsog ekkert væri sjálfsagðara. En í þeim var óvart myrkrið hlýja sem allir flóttamenn þrá, myrkrið sem þeir vilja leynast í meðan ein- manaleikinn æðir með blóðhunda sína gegnum dægrin. (bls. 139) Það er mikið sagt í þessari málsgrein þótt hún sé ekki löng. Viðkvæmt augna- blik, þegar tvær manneskjur horfast í augu, verður mjög skýrt, og umkomu- leysi Magnúsar áþreifanlegt. Það er mikill vandi að gera samskipti fólks í bókmenntum trúverðug, einkum þegar persónurnar sem lýsa skal ráða ekki yfir málinu sem tjáningartæki í svipaða veru og höfundurinn, eða skrásetjarinn. Ant- on Helgi grípur víða til þess stílbragðs að láta skrásetjarann segja frá á ljóðrænu, upphöfnu máli en persónurn- ar skiptast á skoðunum á grófu og ruddalegu máli. En hann hefur dálitla tilhneigingu til að ýkja um of, stundum er því líkast sem hann missi áhugann á viðfangsefni sínu, ástum og örlögum sögupersónanna, og taki í þess stað til við að hneyksla einhverja ótiltekna smá- borgara. Reyndar kemur þessi tvöfalda afstaða höfundar til verks síns fram í mörgu. Persónurnar, sem margar eru mjög áhugaverðar, fá sumar hverjar dá- lítið snubbótta afgreiðslu, sama er að segja um vandamál og viðfangsefni. Best sést þetta hvort tveggja í þætti Katrínar, sem eins og áður segir, er ein hér og önnur þar. Vandamálinu í samskiptum Magnúsar og Katrínar eru ekki gerð þau alúðarskil sem þörf væri á. Katrín á litla stelpu sem Magnúsi finnst æði oft vera fyrir í rúmi hans og Katrínar. Þegar Magnús er farinn frá Katrínu virðist hann ekki sakna þessa stjúpbarns og það virðist ekki votta fyrir sektarkennd hjá Katrínu fyrir að rjúfa þau tengsl sem þó var farið að örla á milli stelpunnar og Magnúsar. Sama er að segja um Maríu eftir að hún kemur heim frá Grikklandi. Hug hennar til Magnúsar eru ekki gerð frekari skil en þau að hún leitar hann uppi og hann hafnar henni. Því hefur lengi og víða verið haldið fram að einungis hinn dýpsti sársauki dugi til að skapa mikil listaverk. Víða grunar mann við lestur Vinar vors og blóma að sárt sé fyrir, en höfundur er svo gætinn, brynjar sig svo vel, að það spillir fyrir. Hinn ljóðræni frásagnar- máti lætur honum vel, þar er líka gildi þessarar sögu. Niðurlægðar og um- komulausar persónur verða ekki áhuga- verðar í bókmenntum nema þær beri í sér von um betri heim. Sú von býr í hinum ljóðræna stíl. Böðvar Gubmundsson. ENDURNÝJUN ÍSLANDSSÖGUNNAR Haukur Sigurðsson: Kjör fólks á fyrri öldum. Samfélagsfræði 7. námsár. Tilraunaútgáfa. [Nemendahefti og Kennsluleiðbeiningar.] Rv., Ríkisút- gáfa námsbóka, [1979]. Lýður Björnsson: Jón Sigurðsson og sjálfstæðisbaráttan. Samfélagsfræði 8. 453
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.