Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Blaðsíða 103
Umsagnir um bækur
fyrir lesanda og áður var rætt um, sjón-
arhornið. Er það skrásetjarinn sem sér
þessa uppákomu eins og haustréttir og
slátrun, eða er það Magnús? Og ekki er
ljóst hvers vegna gripið er til svo ljóð-
ræns stílbragðs. Miklu markvissari verð-
ur beiting ljóðmálsins og sjónarhornið
ákveðnara þar sem segir frá einum fundi
Magnúsar og Maríu:
Hann roðnaði og fór næstum að
gráta þegar konan bauð fram augu
sín einsog ekkert væri sjálfsagðara.
En í þeim var óvart myrkrið hlýja
sem allir flóttamenn þrá, myrkrið
sem þeir vilja leynast í meðan ein-
manaleikinn æðir með blóðhunda
sína gegnum dægrin. (bls. 139)
Það er mikið sagt í þessari málsgrein
þótt hún sé ekki löng. Viðkvæmt augna-
blik, þegar tvær manneskjur horfast í
augu, verður mjög skýrt, og umkomu-
leysi Magnúsar áþreifanlegt. Það er
mikill vandi að gera samskipti fólks í
bókmenntum trúverðug, einkum þegar
persónurnar sem lýsa skal ráða ekki yfir
málinu sem tjáningartæki í svipaða veru
og höfundurinn, eða skrásetjarinn. Ant-
on Helgi grípur víða til þess stílbragðs
að láta skrásetjarann segja frá á
ljóðrænu, upphöfnu máli en persónurn-
ar skiptast á skoðunum á grófu og
ruddalegu máli. En hann hefur dálitla
tilhneigingu til að ýkja um of, stundum
er því líkast sem hann missi áhugann á
viðfangsefni sínu, ástum og örlögum
sögupersónanna, og taki í þess stað til
við að hneyksla einhverja ótiltekna smá-
borgara. Reyndar kemur þessi tvöfalda
afstaða höfundar til verks síns fram í
mörgu. Persónurnar, sem margar eru
mjög áhugaverðar, fá sumar hverjar dá-
lítið snubbótta afgreiðslu, sama er að
segja um vandamál og viðfangsefni. Best
sést þetta hvort tveggja í þætti Katrínar,
sem eins og áður segir, er ein hér og
önnur þar. Vandamálinu í samskiptum
Magnúsar og Katrínar eru ekki gerð þau
alúðarskil sem þörf væri á. Katrín á litla
stelpu sem Magnúsi finnst æði oft vera
fyrir í rúmi hans og Katrínar. Þegar
Magnús er farinn frá Katrínu virðist
hann ekki sakna þessa stjúpbarns og það
virðist ekki votta fyrir sektarkennd hjá
Katrínu fyrir að rjúfa þau tengsl sem þó
var farið að örla á milli stelpunnar og
Magnúsar. Sama er að segja um Maríu
eftir að hún kemur heim frá Grikklandi.
Hug hennar til Magnúsar eru ekki gerð
frekari skil en þau að hún leitar hann
uppi og hann hafnar henni.
Því hefur lengi og víða verið haldið
fram að einungis hinn dýpsti sársauki
dugi til að skapa mikil listaverk. Víða
grunar mann við lestur Vinar vors og
blóma að sárt sé fyrir, en höfundur er
svo gætinn, brynjar sig svo vel, að það
spillir fyrir. Hinn ljóðræni frásagnar-
máti lætur honum vel, þar er líka gildi
þessarar sögu. Niðurlægðar og um-
komulausar persónur verða ekki áhuga-
verðar í bókmenntum nema þær beri í
sér von um betri heim. Sú von býr í
hinum ljóðræna stíl.
Böðvar Gubmundsson.
ENDURNÝJUN
ÍSLANDSSÖGUNNAR
Haukur Sigurðsson: Kjör fólks á fyrri
öldum. Samfélagsfræði 7. námsár.
Tilraunaútgáfa. [Nemendahefti og
Kennsluleiðbeiningar.] Rv., Ríkisút-
gáfa námsbóka, [1979].
Lýður Björnsson: Jón Sigurðsson og
sjálfstæðisbaráttan. Samfélagsfræði 8.
453