Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Page 86

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Page 86
Tímarit Máls og menningar Joseph Bédier fram þá skoðun að fabliaux væru bókmenntir samdar fyrir borgara og lægri stéttir á miðöldum; lífssýn bókmenntagreinarinnar væri þeirra, sögurnar væru skáldskapur fólksins; raunsæjar, háðskar smámyndir þeirra skírskotuðu til lífs múgamannsins og sýndu jafnframt jarðbundna kímni þorpsbúa og bóndamanna.6 Slíkar gamansögur hefðu verið fluttar yfir krús af öli í krám og á görðum iðnaðarmanna og annarra bæjarmanna miðalda.7 Ljóðsögurnar, rómönsurnar, væru aftur á móti túlkun á lífsskoð- un efri stétta. Þær lýstu óskmyndum aðalsins; sýndu dygðum prýddan riddarann, hæfu upp konuna sem gyðju, en siðaboðskapur og hugsjón væri spegilmynd af lífsmynstri aðalsmanna. Þrátt fyrir að Bédier fullyrti að hver bókmenntagrein væri samin að frumkvæði ákveðins þjóðfélagshóps og fyr- ir ákveðna stétt manna, þá viðurkenndi hann að með fabliaux hefði öllum stéttum verið skemmt.8 Aðrir miðaldafræðingar, svo sem Edmond Faral og Leonardo Olschki, tóku ekki svo djúpt í árinni, en töldu að þessar stuttu gamansögur í bundnu máli hefðu verið samdar fyrir tilheyrendur úr öllum stéttum, enda birtust þar lífsviðhorf sem höfðuðu til allra þegna í samfélagi miðalda.9 Skoðun Bédiers var þó ríkjandi meðal fræðimanna allt til þess að doktors- ritgerð Pers Nykrogs um fabliaux kom út 1957.10 Skoðanir Bédiers urðu m. a. til þess að út komu ótal sagnfræðirit er studdust viðfabliaux sem heimild um daglegt líf á miðöldum; sagnfræðing- ar töldu að raunsæi sagnanna væri nákvæm útlistun á hátterni manna og högum. Gagnstætt Bédier hélt Nykrog því fram að fabliaux væru afsprengi hirð- bókmennta á 12. öld og hefðu þær verið skrifaðar hástéttarfólki til skemmt- unar. Nykrog gerði eins og Bédier ráð fyrir að skipa mætti stéttum samfé- lagsins niður í þrjá flokka: aðal, borgara og loks bændur, sem hérlendis væru fremur kallaðir leiguliðar. Nykrog hugsaði sér að efnamiklir borgarar og aðalsmenn hefðu haft líkan smekk, en hann gat þó ekki séð fremur en Bédier að stéttgreining kæmi fram í sjálfum bókmenntunum á 12. og 13. öld. Það er að vísu virðingarverð tilraun að reyna tengja einhverja eina bók- menntagrein við ákveðna þjóðfélagsstétt, en ég hygg að hér verði ekki dregin nein markalína. Þó að umræddar gamansögur fjalli einkum um lág- stéttirnar, hefur slík sagnaskemmtan náð til allra. Raunsæið er auk þess blandið grófgerðum og kátlegum ýkjum svo að ályktanir um veruleikaskyn þeirra eru hæpnar. Hér við bætist að sumar sögurnar geta ekki talist smá- sögur eða þættir heldur fremur skrýtlur eða örsögur, og það er oftast hið launkímna tungutak um leyndarlimu manna sem greinir þær frá öðrum sögum og tengir þær nánar við þjóðfræði. 212
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.