Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Page 6
Tímarit Máls og menningar
Orðin og digurmœlm
A síðustu árum hafa birst tvær bækur um hið fyrra „upphafstímabir módern-
isma í íslenskri sagnagerð: Mynd nútímamannsins eftir Matthías Viðar Sæ-
mundsson (Studia Islandica 1982) og „Loksins, loksins“ eftir Halldór Guð-
mundsson (Mál og menning, 1987). I greininni ræði ég og gagnrýni þessar bæk-
ur þar sem þær fitja óhjákvæmilega upp á atriðum skyldum þeim er ég velti
fyrir mér, þótt aðferðir og viðhorf séu ólík. Gef ég þó bók Halldórs öllu meiri
gaum og má skilja undirtitil greinar minnar, „Loksins hvað?“, sem vissa ögrun
við kenningar hans og aðferðir, auk þess sem spurningin er auðvitað árétting á
aðaltitlinum og vandamálum er lúta að „tímaskekkjunni“.
I grein að nafni „Orðin og efinn“ í síðasta hefti Tímarits Máls og menningar
bregst Halldór Guðmundsson harkalega við þessari ritgerð minni.2 Lýkur hann
máli sínu með yfirlýsingu um að bókmenntasaga verði „bragðdauf þegar hún
neitar sér um það sem mörg bókmenntaverk hafa í svo.ríkum mæli: Sterk orð,
og dirfsku" (bls. 204). Ef til vill hefur Halldór viljað ljúka þannig máli sínu á
sterkum tóni sem allflestir gætu tekið undir. Sjálfum finnst mér að bókmennta-
saga, sem og öll bókmenntaumfjöllun, þurfi fyrst og síðast að vera málefnaleg
og drengileg - og vel rökstudd, einkum þar sem um gagnrýni er að ræða. Bók-
menntaumræða má vissulega vera „djörf“, þ.e.a.s. hún má vera óvenjuleg í
framsetningu og fræðimenn mega kæra sig kollótta um heilagar kýr. En þegar
farið er að fullyrða um „sterk orð“ er rétt að staldra við. Á undanförnum árum
hafa margir bókmenntafræðingar, einkum í Frakklandi og Bandaríkjunum,
sýnt athyglisverða viðleitni til að færa bókmenntafræðina nær orðræðum
skáldskaparins, jafnvel þannig að skilin þar á milli verði óljós. Mér finnst satt
að segja ekki ljóst hvort Halldór Guðmundsson hefur slíka samsteypu í huga
þegar hann talar um að bókmenntasaga geti lært „sterk orð“ af bókmennta-
verkum. Öll þekkjum við væntanlega afl „sterkra orða“ í skáldskap. En ég held
að styrkur slíkra orða, hver svo sem þau eru, nýtist bókmenntafræðingum oft
illa þegar hafa á stór orð ttm bókmenntir. Sækist bókmenntafræðingurinn eftir
umræðu sem er fræðileg fremur en skáldleg þá liggur styrkur hennar í rök-
studdum málflutningi og sannferðugri bókmenntagreiningu er byggist á innsæi
sem vert er að miðla öðrum.
Halldór Guðmundsson segir að ég sé „ekki jafn gagnorður og [ég sé] marg-
orður“ (191); ennfremur að ég noti „hátimbrað orðalag" sem „felustað" fyrir
„einfalda hugsun“ (203). „Heiðarleikans vegna“ segist Halldór vilja gera at-
hugasemdir við „framsetningu“ mína sem ku vera „kennaraleg"; tónn minn á
að vera „einkennilega yfirlætislegur . . . án þess að ljóst sé hvaða innistæða er
fyrir því“ (201). Ekki veit ég hvert hlutverk „heiðarleikans" er í þessum að-
finnslum, nema þá að Halldór sé vinsamlegast að benda lesendum á að við-
brögð sín einkennist óhjákvæmilega af óþoli vegna þess hvernig ég stíla mál
mitt. Ef „dirfskan" og „sterku orðin“ búa í digurmælum einsog þeim sem Hall-
268