Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Side 9

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Side 9
Adrepur kosið að túlka gagnrýni mína þannig, einsog einnig sést á áður tilvitnuðum skattyrðum hans. Hann er svosem ekki einn um að taka gagnrýni á þann veg í „þrengslunum" hér á landi, þar sem menn taka gjarnan allri ádeilu á sjónarmið, aðferðir og stofnanir sem persónulegum snuprum. Síðan reynir Halldór að horfa fram hjá efnislegri gagnrýni minni m.a. með því að birta tilvitnun í grein mína og segja hana „staðfestingu á nýjungagildi þessara verka [Bréfs til Láru og Vefarans mikla]“ (191). Þetta hljómar einsog ég hafi verið að draga „nýjungagildi" verkanna í efa - en allir sem lesa grein mína sjá að það er nú öðru nær, því hún gengur ekki síst út á róttæka formgerð og veruleikamiðlun þessara verka. Og með hliðsjón af umræðu minni um marg- röddun textans og mynd sjálfsverunnar er það beinlínis furðulegt að Halldóri skuli finnast „einsog Astráður geri ráð fyrir því að Vefarinn sé miklu heil- steyptara og sjálfum sér samkvæmara verk en reyndin er“ (200). Það sem Halldór er svona tregur til að viðurkenna er að það getur verið grundvallarmunur á nýsköpun einstakra verka og straumhvórfum í bókmennta- sögunni. Með Vefaranum og Bréfi til Láru var ekki lagður grunnur að „nú- tímabókmenntum“ sem samdar voru hér á landi áratugina næst á eftir. Þessi „meginkenning“ Halldórs stenst ekki og vonandi þarf ég ekki að anda á ein- hvern sérstakan hátt til að koma þeirri skoðun minni til skila. Hinsvegar hef ég aldrei talið fræðiverk hanga saman á sannfæringargildi einnar tiltekinnar „meg- inkenningar" og ég er því ekki að segja að mér finnist umræða Halldórs vera ónýt eða gagnslaus að þessari kenningu slepptri. En það gefur villandi mynd af Vefaranum og Bréfi til Láru, sem og af bókmenntasögunni, að segja að þessi verk hafi lagt nýjan grunn, eða innleitt nýjan bókmenntalegan mtelikvarda, einsog Halldór heldur enn fram í grein sinni (bls. 200-201). Þegar Halldór leit- ast við svara þeirri spurningu minni hvað byggt hafi verið á þessum „grunni" fær hann ekki talið fram annað en það að Diljá sé „með nokkrum hætti epískur þáttur“ Vefarans og að Halldór Laxness skrifi áfram um slíkar stúlkur í síðari verkum og fáist við „efni úr þessu æskuverki sínu“ (200). Þótt svo sé, þá skiptir sköpum að hann gerir það í skáldsögum sem eru gagnólíkar að gerð, í verkum sem sýna fráhvarf hans frá þeirri and-raunsæju veruleikamiðlun og byltingar- kenndu formgerð sem einkenna Vefarann. Halldór heldur því fram að Bréf til Láru og Vefarinn hafi gert úrelta þá hefð sem ríkjandi hafði verið. Þetta sýnist mér vera mjög hæpin alhæfing: Eftir þau [Bréfið og Vefarann] varð svo margt sem skrifað hafði verið árin á undan einfaldlega hallærislegt. Svona var ekki hægt að skrifa lengur á ís- lensku, ef höfundar vildu láta taka sig alvarlega. Á fjórða áratugnum líta dagsins ljós allnokkrar skáldsögur og smásögur sem voru miklu betri en flest það sem skrifað var á þriðja áratugnum. („Orðin og efinn", 201) Það er skrýtið að Halldór skuli þá ekki nefna þau verk sem eru svona „miklu betri" en það sem skrifað var áður en Bréf til Láru og Vefarinn koma til sög- 271
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.