Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Page 11

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Page 11
Adrepur ekki með í upptalningunni hér að framan, séu talin rismeiri en aðrar skáldsögur sem samdar voru hér á landi á fjórða og fimmta áratugnum, þá voru þau ekki heldur flutt á því „sviði“ þar sem gjörningar Bréfs til Láru og Vefarans mikla áttu sér stað. Það má jafnvel segja að ef við kysum að meta Vefarann og Bréfið sem fulltrúa nýs viðmiðs á þriðja áratugnum og létum viðmið þetta síðan stjórna gildismati okkar, þá væru t.d. Salka Valka og Sjálfstætt fólk sögur með úrelt raunsæis-efnistök, sögur sem hafna nýsköpunaráfanga byltingarverkanna. En þessi nýsköpunarverk höfðu engar forsendur til að verða sá innbyggði mælikvarði sem lagður var á skáldsögur Laxness fremur en á sagnaverk annarra höfunda á umræddu tímabili.6 Meira um bókmenntasögu I Skírnisgrein minni gagnrýni ég það hvernig Halldór afmarkar svokallaðan „aldamótamódernisma" og segi að ég telji ekki vera um módernisma að ræða nema „þegar inn í skáldskapinn er byggð kreppa tungumáls og forms, boð- skipta og veruleikaskynjunar, og ekki síst kreppa skáldskaparins sjálfs“ (289). Halldór vitnar til þessara orða í grein sinni og segist vera öldungis sammála mér (bls. 194). Það er í sjálfu sér ánægjulegt, en þegar Halldór segist vera á sama máli í bók sinni er hann með undanslátt. Tilvitnuð orð mín eru sett svona fram m.a. vegna þess að í bókinni fullyrðir Halldór, eftir að hafa sagt að mód- ernistar um og eftir aldamótin skrifi um sjálfsvitund einstaklingsins: „Hinsveg- ar var það ekki fyrr en síðar sem efasemdir um öll boðskipti og gagnrýni tungumálsins urðu lykilþættir módernismans" (Loksins, bls. 14). En gagnrýni tungumálsins og efasemdir um viðteknar boðskiptaleiðir og formgerðir bók- menntanna komu fram sem „lykilþættir“ módernismans mjög snemma á öld- inni, og það meira að segja á undan öflugustu bylgju hans, sem víðast hvar var á þriðja áratugnum. Ljóst má vera að við Halldór höfum ólík sjónarmið varðandi bókmennta- sögu, enda eru viðhorf til hennar eins mörg og ólík og til annarra þátta skáld- skaparfræðanna. Segist þó Halldór skrifa grein sína „Til varnar bókmennta- sögu“ (191), rétt einsog til sé ein rétt og sönn bókmenntasaga. Sú bókmennta- saga á að byggja á „félagslegu samhengi", enda sé það betra en „ekkert samhengi“ (202). Líklega á ekki að fara milli mála hver starfa muni í slíku sam- hengisleysi. Eg álít bókmenntir vissulega vera tengdar öðrum þáttum menningar og sam- félags, en vil varast þá sterku tilhneigingu í „félagslegri" bókmenntafræði að undirskipa bókmenntir öðrum táknkerfum samfélagsins. Þannig eru þær oft skýrðar og metnar með sögulegum mælikvörðum, frásögnum um samfélagið, sem sýna í rauninni ekkert „rétthærri“ myndir af veruleikanum en þær sem finna má í bókmenntum. Með þessu er ég ekki að hefja bókmenntir á stall. Bókmenntakerfið er eitt af mörgum félagslegum og sögulegum táknkerfum/ 273
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.