Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Qupperneq 16

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Qupperneq 16
Tímarit Mdls og menningar þær hræringar. Aðrir hafa rætt um tengsl Laxness við franska súrrealismann sem áberandi varð á þriðja áratugnum. Og raunin er sú að einkennin sem Hall- dór Guðmundsson finnur á „aldamótamódernismanum" færast í aukana ef eitt- hvað er þegar kemur fram á þriðja áratuginn. Huglægni, sjálfsköfun, glíman við konuna; ég bendi á Ulysses eftir Joyce (1922), To the Lighthouse eftir Virg- iniu Woolf (1927) og Nödju eftir André Breton (1928), svo nefndar séu þrjár ólíkar skáldsögur. Kannski þessi verk einkennist af „aldamótamódernisma" sem hafi bara eflst eftir því sem aldur færðist yfir hann?? Loks vil ég tiltaka gott dæmi um það vald sem falist getur í hugtökum. Hall- dór tekur hugtakið „formræn efahyggja“ úr grein minni og gerir að samnefnara fyrir viðhorf mín til módernisma. Þetta er reyndar nokkuð lunkin tilraun til að koma á mig hinu klassíska skammaryrði „formalisti“ og það tengist svo aftur aðdróttunum Halldórs um að ég sé með orðaforða mínum að komast hjá því „að segja hlutina afdráttarlaust, og er þá stutt í höfuðsyndina, skoðanaleysið" (203). Eg vona að lesendur velti því fyrir sér hvers konar „skoðanaleysi“ þetta sé og samkvæmt hvaða trúarbrögðum það teljist „höfuðsynd". Með áðurnefndu hugtaki reynir Halldór að koma mér á þröngan bás og segir t.d.: „Sá módernismaskilningur sem hefur „formræna efahyggju“ sem upphaf sitt og endi, verður í mínum huga alltof fátæklegur. Módernisminn er atlaga að realismanum í margþættum skilningi" (197). Sem væntanlega á að lesast, með góðum vilja lesandans: Astráður með sínum fátæklega skilningi álítur þessa at- lögu einþætta og einhlíta. Ég læt nægja að svara þessu með því að benda á um- fjöllun mína um „formræna efahyggju" í Skírnisgreininni (bls. 288-291) og það hugmyndalega samhengi sem efahyggjan er sett í (sbr. umræðuna um nútíma- menningu og Upplýsingu). Um dylgjustílinn og fleira Eftir að hafa rætt um niðursuðudósir og gáma í grein sinni, einsog ég vék að fyrr, kveðst Halldór vilja halda áfram með þann þráð og segir: Það er hægur vandi núorðið [er þetta laust við yfirlæti?] að skrifa bók- menntaritgerð sem í raun er ekki annað en endursögn á franska sálfræð- ingnum Lacan með smáviðbót frá bókmenntafræðingnum Kristevu og taka svo eitthvert bókmenntaverk sem dœmi. (199, skáletrun Halldórs) Það sér hver maður að hér er verið að skjóta á einhverjar hræringar í bók- menntafræði en þó er þetta einkennilega loðin skírskotun. Oðrum þræði er Halldór kannski að bergmála þá gagnrýni sem erlendis hefur beinst að kenn- ingum nefndra fræðimanna. En þó hlýtur þetta skot líka að eiga að hitta ein- hvern fyrir uppi á Islandi. Samhengisins vegna mætti ætla að þetta sé óbeint skot á mig. Eg tel þó að það sé fremur langsótt. Raunar vísa ég einu sinni til Kristevu í grein minni en sæki ekkert beint til Lacans. í öðrum greinum sem ég hef birt á íslensku hef ég að vísu seilst til kenninga Kristevu, og Lacan bregður 278
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.