Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Síða 18
Tímarit Mdls og menningar
sem einkum felst í gerólíkri úrvinnslu þeirra vandamála er spretta af nefndri
þrískiptingu. Þetta framlag ræði ég nokkuð í grein minni9 (hvers vegna í ósköp-
unum hefði ég átt að gera það ef mér hefði þótt það ómerkilegt?), og tengi það
síðan öðrum ritum Habermas sem mér finnast skipta máli fyrir umræðu um
módernisma.
Loks á ég væntanlega að þakka Halldóri fyrir að finna fyrir „óvæntum húm-
or“ hjá mér á einum stað: hann segir mig spyrja hvort ólétta Þórbergs gæti ver-
ið kvenleg reynsla (202). Mér er ósárt um að menn séu svolítið fyndnir á minn
kostnað, en ég kýs þó að árétta að á tilvitnuðum stað er óléttan nefnd í tengsl-
um við „móðursýkislega“ orðræðu sem finna má í Bréfi til Láru, við jaðar-
stöðu sjálfsverunnar í samfélagi og við hugleiðingar mínar um (endur)holdganir
sem mikilvægan þátt í „fagurfræði“ Þórbergs. Og í þessu sambandi nefni ég
raunar einnig hið leiftrandi skop Þórbergs.
Að lokum: ögn um borg og bókmenntir
Þar sem Halldór leggur svona mikla áherslu á að sjá hið „broslega" og húm-
oríska vekur það nokkra furðu mína að hann skuli bregðast hinn versti við
þegar ég skýt að í sviga athugasemd í léttum dúr: „(Það er athyglisvert að Hall-
dór Guðmundsson leggur svo mikla áherslu á að finna módernismanum fé-
lagslegt samhengi að hann allt að því flytur evrópska stórborg uppá Island
þriðja á ratugarins, en Matthías Viðar kann best við módernismann í exist-
ensíalísku tómarúmi.)“ (288). Auðvitað er hér um ýkta lýsingu að ræða, þótt ég
haldi vissulega að hún segi sitt um sjónarmið þessara fræðimanna. Ein og sér
segir hún auðvitað ekki margt; Matthías Viðar gæti til dæmis auðveldlega snúið
henni sér í hag (skapar ekki módernisminn visst existensíalískt tómarúm?).
Halldór vitnar í þann hluta svigans sem að honum snýr og segir mig rangfæra
orð sín um „stórþorgarvitundina" í Vefaranum (202). En þessi lýsing verður að
skoðast í ljósi þess sem ég segi annars staðar í grein minni.
Halldór segir að þegar Steinn Elliði sé kallaður „barn stórborgarinnar" sé
auðvitað átt við erlenda stórborg. Kannski er hann þá sammála mér í því að sú
„stórborgarvitund“ sem er að finna í Vefaranum sé af erlendum toga — hún er
ekki til orðin í Reykjavík þriðja áratugarins. Samt er Vefarinn auðvitað íslenskt
verk, rétt einsog Bréf til Láru, og þessi verk eru í sambandi við íslenskt samfé-
lag á þriðja áratugnum. En þau sögulegu tengsl, sem Halldór sér, skýra ekki af-
brigðilega stöðu þessara verka á sköpunartíma þeirra.
Efling módernismans og tilurð módernísks viðmiðs í erlendum bókmennt-
um og listum snemma á þessari öld eru oft skýrðar með hliðsjón af stórborg-
inni og lífsháttum hennar. Eg gagnrýndi Halldór fyrir að gera ráð fyrir og und-
irbyggja þennan sama félagslega skýringarhlekk milli módernisma Bréfs til
Láru og Vefarans og þess samfélags sem gaf að líta í Reykjavík er þessi verk
urðu til. Hann lítur svo á að hér á landi hafi verið orðin „sannkölluð menning-
arbylting" á þessum tíma og hún hafi orðið mjög „hröð“ (Loksins, bls. 8 og
280