Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Side 23
Sigfús Daðason
Þessa vitleysu líka
Spjall flutt á málþingi um Þórberg Þórðarson 3. júní 1989.
I Stykkishólmi bjuggu, þegar ég var drengur, heiðurshjónin Ólafur Jóns-
son, jafnan kenndur við Elliðaey, og Theodóra Daðadóttir frænka mín.
Þau áttu dágott bókasafn og létu mig njóta þess, en Ólafur lagði mat á það
hvaða bækur mér væri treystandi til að lesa. Þar kom að Ólafur dró út úr
bókaskápnum Bréf til Láru eftir Þórberg Þórðarson og fékk mér. Frænka
mín leit á bókina með hálfgerðum vanþóknunarsvip en sagði svo: „Það
verður víst að lesa þessa vitleysu líka.“
Eg hef nú löngu gleymt því hvernig mér þótti Bréf til Láru þá; vel líklegt
að það hafi farið fyrir ofan garð og neðan hjá mér; en orð Theodóru
frænku minnar hafa setið í mér öll þessi ár, og stundum orðið mér að um-
hugsunarefni, enda er mér nær að halda að þjóðraustin hafi þarna talað fyr-
ir munn frænku minnar. Bóklesandi menn námu rit Þórbergs Þórðarsonar,
og höfðu nokkurt gaman af, sumir mikið gaman; en margir þeirra vissu að
þessi rit voru vitleysa og að Þórbergur var raunar varla aldæla. Þetta álit
mun hafa verið furðu algengt og þrálátt.
I ritgerð sem Sverrir Kristjánsson setti saman ekki löngu fyrir 1960
stendur þetta:
„Til eru þeir menn enn í dag sem álíta, að Þórbergur Þórðarson sé bara
skrítinn karl, í ætt við þá menn íslenzka, sem fyrrum voru kallaðir tungl-
spekingar og ofvitar. Honum er að vísu ekki neitað um frumleik og sér-
stakt stílbragð, en kostir hans og lestir eru taldir svo einstaklingsbundnir,
svo sérpersónulegir, að í rauninni komi ekki til mála að tengja rithöf-
undarferil hans við hina almennu þróunarrás íslenzkra bókmennta á síð-
ustu áratugum."
Víðfræg varð sú skrítla fyndins manns um samstarf þeirra Þórbergs og
séra Arna Þórarinssonar, að þar hefðu mætzt lygnasti maður landsins og
hinn trúgjarnasti.
Þórbergi sjálfum var vel kunnugt um þennan almannaróm sem svo mætti
kalla, hann andæfði honum en lét hann sér vel líka hálft í hvoru. Þórbergur
var sprottinn af þjóðlegum, alþýðlegum rótum, mótun hans og menntun
285