Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Page 23

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Page 23
Sigfús Daðason Þessa vitleysu líka Spjall flutt á málþingi um Þórberg Þórðarson 3. júní 1989. I Stykkishólmi bjuggu, þegar ég var drengur, heiðurshjónin Ólafur Jóns- son, jafnan kenndur við Elliðaey, og Theodóra Daðadóttir frænka mín. Þau áttu dágott bókasafn og létu mig njóta þess, en Ólafur lagði mat á það hvaða bækur mér væri treystandi til að lesa. Þar kom að Ólafur dró út úr bókaskápnum Bréf til Láru eftir Þórberg Þórðarson og fékk mér. Frænka mín leit á bókina með hálfgerðum vanþóknunarsvip en sagði svo: „Það verður víst að lesa þessa vitleysu líka.“ Eg hef nú löngu gleymt því hvernig mér þótti Bréf til Láru þá; vel líklegt að það hafi farið fyrir ofan garð og neðan hjá mér; en orð Theodóru frænku minnar hafa setið í mér öll þessi ár, og stundum orðið mér að um- hugsunarefni, enda er mér nær að halda að þjóðraustin hafi þarna talað fyr- ir munn frænku minnar. Bóklesandi menn námu rit Þórbergs Þórðarsonar, og höfðu nokkurt gaman af, sumir mikið gaman; en margir þeirra vissu að þessi rit voru vitleysa og að Þórbergur var raunar varla aldæla. Þetta álit mun hafa verið furðu algengt og þrálátt. I ritgerð sem Sverrir Kristjánsson setti saman ekki löngu fyrir 1960 stendur þetta: „Til eru þeir menn enn í dag sem álíta, að Þórbergur Þórðarson sé bara skrítinn karl, í ætt við þá menn íslenzka, sem fyrrum voru kallaðir tungl- spekingar og ofvitar. Honum er að vísu ekki neitað um frumleik og sér- stakt stílbragð, en kostir hans og lestir eru taldir svo einstaklingsbundnir, svo sérpersónulegir, að í rauninni komi ekki til mála að tengja rithöf- undarferil hans við hina almennu þróunarrás íslenzkra bókmennta á síð- ustu áratugum." Víðfræg varð sú skrítla fyndins manns um samstarf þeirra Þórbergs og séra Arna Þórarinssonar, að þar hefðu mætzt lygnasti maður landsins og hinn trúgjarnasti. Þórbergi sjálfum var vel kunnugt um þennan almannaróm sem svo mætti kalla, hann andæfði honum en lét hann sér vel líka hálft í hvoru. Þórbergur var sprottinn af þjóðlegum, alþýðlegum rótum, mótun hans og menntun 285
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.