Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Síða 27
Þessa vitleysu líka
undinum,“ sagði einn gagnrýnandi um Þórberg svo sem á miðjum ferli
hans. Hann var að skrifa um einhverja þeirra bóka sem nú eru taldar meðal
höfuðrita Þórbergs.
I sannleika sagt var furðu mikið sem menn höfðu út á Þórberg og rit
hans að setja. Oll höfuðrit hans eftir Bréf til Láru hlutu mjög misjafna
dóma í byrjun, og sum þeirra voru næstum drepin með ólund. Þórbergur
átti samt tvo atkvæðamenn að vinum sem stóðu með honum gegnum
þykkt og þunnt, og fundu hvað feitt var á spýtunni - það voru þeir Sig-
urður Nordal og Arni Hallgrímsson.
Sigurður Nordal var sá sem spáði því fyrir Þórbergi, þegar haldið var
upp á sextugsafmæli hans „að skapgerð og hæfileikar Þórbergs gerðu þá
von réttmæta að hann gæti enn sextugur átt eftir að vinna sín mestu afrek.“
Ospámannlega þótti mælt. En þessi spá rættist bókstaflega.
Arni Hallgrímsson, ritstjóri Ibunnar, tók Þórbergi vel í tímariti sínu og
birti þar snjallar greinar eftir hann, en setti síðar meir saman langa ritgerð
um Þórberg sem enn er einna notadrýgst af því sem um Þórberg hefur ver-
ið ritað.
Af síðustu þrem stórvirkjum Þórbergs samdi hann að minnsta kosti tvö
án þess að ætla sér það. Verkefnið Séra Arni var honum fengið af útgefanda
sínum, Sálminn um blómið fór hann að skrifa alveg óvart. Um sjálfsævi-
söguna, I Suðursveit, veit ég ekki vel, en hitt er víst að kunningjar hans
ýmsir höfðu legið í honum nokkuð lengi að semja bernskuminningar.
Allt er þetta merkilegur vottur um einhverskonar hógværð Þórbergs. En
í þessum síðustu ritum náði hann mestum þroska. Lærimeistarar hans á
þessum árum urðu öldungurinn Árni Þórarinsson, og lítið barn, Helga
Jóna Ásbjarnardóttir. Með þeirra tilhjálp varð hann meistari í æðra veldi en
áður hafði hann náð að vera. Hann vissi þó vel að margir menn, og margir
vinir hans, tóku líka þessum ritum með hundshaus. En trúði því að fram-
tíðin mundi rétta hlut hans. Það gerði hún líka, þó það yrði ekki sú framtíð
sem hann átti von á.
I samtalsbók Þórbergs og Matthíasar Johannessen verður þeim tilrætt
um þá framtíð sem Þórbergur vænti. Matthías spyr:
- Heldurðu að menn verði svo littererir að þeir gluggi í þessi samtöl okk-
ar?
Þórbergur svarar:
-Vitanlega. Þeir munu meira að segja lesa Rökkuróperuna með góðri
lyst.
Þórbergur var mjög samsettur maður, einkennilega samsettur, og þurfti að
heyja marga glímu við sjálfan sig. Hann sá réttilega að lífsstríð hans og til-
289