Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Side 30

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Side 30
Tímarit Máls og menningar veðrinu er lýst í smáatriðum og svo mætti lengi telja. Allt gefur þetta verk- unum sannsögulegt og sannfærandi yfirbragð og bendir til að sögumaður vilji telja lesendunum trú um að hann sé að skrá skipulegar æviminningar, miðla sannri sögu æsku sinnar. Helstu atburðir Islenzks aðals gerast sumarið 1912. Frásögnin hefst í Reykjavík og segir frá piltinum Þórbergi sem er sveimhugult séní, yrkir ljóð og elskar stúlku sem býr í sama húsi. Stúlkan fer norður í Hrútafjörð til sumardvalar og Þórbergi þykir hann hafa himin höndum tekið þegar hann kemst í vegavinnu í námunda við heimili hennar. Hann helst þó ekki lengi við þar en ákveður að fara heldur í síld til Siglufjarðar. Þar er enga vinnu að fá svo að Akureyri verður næsti áfangastaður og þar er hann um sumarið, vinnur í síld og lifir viðburðaríku lífi í samfélagi við bræður sína í andanum, unga menn sem eru uppteknir af sjálfum sér, ástinni og skáld- skapnum. Um haustið heldur Þórbergur suður og hyggst koma við hjá Elskunni sinni í Hrútafirðinum á leiðinni en þegar til kastanna kemur hefur hann þó ekki kjark til að hitta hana. Hann heldur því ferð sinni áfram og kemst við illan leik til Reykjavíkur þar sem sagan endar. I íslenzkum aðli er yfirleitt sagt frá atburðum í sömu röð og þeir gerast þótt sumsstaðar sé farið alllangt út fyrir sögutímann þegar verið er að segja frá ýmsum aukapersónum sem koma sögu Þórbergs lítið við. En atburðirn- ir í hans eigin sögu eru aftur á móti í réttri tímaröð og frásögnin að því leyti hefðbundin. Allt öðru máli gegnir með Ofvitann sem er allmiklu stærra verk en íslenzkur aðall. Utilokað er að rekja söguþráð Ofvitans í stuttu máli en sögusvið verksins er Reykjavík og sögutími helstu frásagnaratrið- anna eru árin 1909-1913. Þó eru stórar tímaeyður þar í, til dæmis sumarið 1912 sem greint var frá í íslenzkum aðli. Meðal þess sem sagt er frá í Ofvit- anum er vera Þórbergs í Kennaraskólanum og Menntaskólanum, fyrsta reynsla hans af ástinni og kynlífinu, hvernig hann eignast nýja félaga og hvernig pólitísk vitund hans vaknar. Og einkanlega segir þar frá lífsbaráttu hans, bæði andlegri og efnislegri. Líklega segir lýsingin á seinustu blaðsíðu verksins allt sem segja þarf: Og lýkur hér sögu ofvitans, sálarlýsingunni miklu, bókinni um baráttu um- komulauss unglings í myrkrum mannheima í leit hans eftir vizkunni, í villum hans í ástinni, í niðurlæging hans í örbirgðinni, frásögninni er ritin hefur ver- ið af mestum frumleik og flekklausastri hreinskilni at norrænu máli. (354) í Ofvitanum er rás atburðanna ekki rakin á jafn einfaldan hátt og í íslenzk- um aðli, heldur eru efnisþættir látnir ráða ferðinni. Frásögnin skiptist í þætti þar sem sagt er frá einhverjum tilteknum atriðum í lífi ofvitans Þór- bergs en hver efnisþáttur nær oftast yfir nokkra kafla og þar er fylgt tíma- 292
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.