Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Qupperneq 33
Brotin heimsmynd
og verndaða samfélags, eiga séníin það til að slást; „upp á óflekkaðan heið-
ur skáldlegrar andagiftar“ (1:135).
Það sem einkum truflar viðleitni Þórbergs til að vera maður með mönn-
um og skynja sjálfan sig einvörðungu sem snilling er fátækt hans og
einstæðingsskapur þegar félagahópnum sleppir. Að vísu tilheyrir það
ímynd sénísins að finnast það fallegt að þjást og svelta og Þórbergur reynir
af alefli að sannfæra sjálfan sig um ágæti þess. Það er þó ekki síst þokkaleg
staða efnahagsins í síldarvinnunni á Akureyri sem gerir lífið þar svo ljúft og
ef illa gengur er þar líka alltaf hægt að fá félagahópinn til að stappa í sig
stálinu. En þegar hann er á leið þaðan með skipi er hann aftur orðinn einn
og auralaus og þá er stutt í örvæntinguna:
Svona umkomulaus aumingi hefur aldrei verið til i heiminum fyrr. Ég á ekk-
ert til, nýt ekki trausts hjá nokkrum manni, er alls staðar fyrirlitinn, hvar-
vetna hæddur og hrjáður, hef rautt hár, sé hvergi grilla í eitt einasta úrræði
annað en ævilangt strit, [. . .] (1:159)
Þegar skorturinn gerir vart við sig fyrir alvöru kemst ekkert annað að í vit-
undinni og allar hugsjónir verða hjóm eitt. I Ofvitanum kemur þar að Þór-
bergur ungi er orðinn skólaus og ákveður eftir mikið hik að reyna að fá fé
að láni hjá menntamanni sem hann kannast við þó að honum þyki ekki
sæma að fala peninga hjá slíkum manni. En eftir að hafa rætt við doktorinn
langa hríð um ættfræði og skáldskap og reynt að safna kjarki til að stynja
upp erindinu verður hann skyndilega aftur að mikillátu séníi:
Ég var vaxinn upp í eitthvað, sem var eilíft, hreint, dásamlegt, upphafið. Skó-
leysið tilheyrði ekki lengur sjálfum mér. Þennan Þórberg Þórðarson vantaði
enga skó. Þann, sem tilheyrir hinu eilífa, vantar aldrei neitt. Og hann biður
aldrei um lán. (0:289)
En stuttu síðar býst hann til að drekkja sér vegna skóleysisins:
[. . .] þessari för get ég ekki frestað. Ég á enga skó, og ég get aldrei eignazt
skó. Og sá, sem á ekki skó, hann verður að deyja. (0:301)
Hann hættir þó við á seinustu stundu því að þrátt fyrir að fátæktin sé róm-
antísk og enn rómantískara að drekkja sér hennar vegna verður lífslöng-
unin lífhugsjóninni yfirsterkari þótt slíkt samræmist ekki hinni þráðu
ímynd.
Frá einni slíkri sveiflu segir í kaflanum „Fyrir dauðans dyrum“ í íslenzk-
um aðli: „Ég svalt heilu hungri allan daginn og skammaðist mín fyrir að
295