Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Blaðsíða 38

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Blaðsíða 38
Tímarit Máls og menningar tilverunnar takast á um Þórberg unga og í þeim speglast jafnframt átök efn- is og anda, líkama og sálar. I þessu samhengi má halda því fram að Islenzk- ur aðall og Ofvitinn gangi út á að lýsa birtingarmyndum tvíhyggjunnar og þeirri klemmu sem maðurinn er í á milli hinna tveggja ósættanlegu póla hennar. Spekingurinn er andleg vera og náttúrulaus, í eilífri leit að hinum endanlega og einhlíta sannleika. Skítkokkurinn er á hinn bóginn ófull- komin kynvera í leit að tímabundnum eða stundlegum sannindum og full- nægju. Kynmennið og skáldið kallar Þórbergur þessa tvo þætti í sjálfum sér í ís- lenzkum aðli (141) og mismunur þeirra kemur greinilega í ljós þegar sagt er frá æðstu löngunum hvors um sig: Fyrsta kynlífsreynsla Þórbergs unga er í vændum og hann segir: „Aldrei hafði ég hlakkað neitt svipað til nokkurrar jólahátíðar með hangikjöti og pönnukökum.“(0:193) Nokkru síðar notar hann sömu líkingu um annað efni: „Þekking var mér andlegur unaður, hangikjöt og pönnukökur ódauðlega mannsins.“(0:209) En sambúð spekingsins og skítkokksins er ófriðsöm. Hinn æðri maður setur lífsreglur sem miða að því að gera Þórberg unga fullkominn, en hinn óæðri maður brýtur þær jafnharðan. Þegar það gerist iðrast Þórbergur þó alltaf sárlega og setur sér strax nýjar lífsreglur, af því að hann vill afneita skítkokkshlutverkinu og öllu sem því tilheyrir. I Ofvitanum er þessari bar- áttu lýst í kaflanum „Sálarstyrjöldin“ (bls. 131-136) og þar segir: Upprisa og hrösun, hrösun og upprisa í endalausum umskiptum. Kröfur hins æðra manns æ fleiri og fleiri, skipanir hans æ harðari og harðari, eftir því sem smásjá innskoðunarinnar uppgötvaði fleiri lýti og snertingin við æðra lífið gerði hvert lýti að stærri lesti. Mér fannst ég verða æ ófullkomnari með hverju ári, jafnvel hverjum mánuði, hverri viku. Það var hræðilegt. (0:135) Baráttan er endalaus. I heimsmynd tvíhyggjunnar er hið andlega sett á stall sem hið eftirsóknarverða og það eina sem er þess virði að lifa fyrir. En gall- inn er sá, að maðurinn getur ekki afneitað líkama sínum og bælt hvatirnar. Hugsjónin samræmist því ekki raunverulegum aðstæðum og daglegu lífi: I íslenzkum aðli og Ofvitanum kemst sögupersónan Þórbergur aldrei í hina þráðu stöðu. I ímyndun sinni getur hann verið fullkominn um stund en í frásögninni birtist hann alltaf á annan hátt, enda er ævinlega eitthvað sem truflar, kippir honum aftur niður á svið raunveruleikans og daglega lífsins. Skýrasta dæmið um þetta tvítog og vandkvæðin sem fylgja því birtist í ást Þórbergs á stúlkunni sem hann kallar Elskuna og sagt er frá bæði í ís- lenzkum aðli og Ofvitanum. Þetta er andleg ást og Þórbergur lýsir henni þannig: „Það var öll kvensemi hreinsuð burt úr mér. Ég var ekkert annað 300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.