Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Page 39
Brotin heimsmynd
en tær ást. Þetta var áreiðanlega sú sanna ást.“ (0:223) Það er hinn æðri
maður Þórbergs unga sem talar, sá náttúrulausi. En vandinn er að Þórberg-
ur þráir einnig að snerta stúlkuna og eignast, og það samræmist ekki
hugmyndum hans um sjálfan sig. I hugarheimi hans eru ást og kvensemi
óskyldar og ósamrýmanlegar kenndir sem tilheyra hvor sínum pól í heims-
mynd hans; kvensemin tilheyrir kynmenninu, ástin skáldinu. Að snerta
stúlkuna sem hann elskar er því útilokað, í því felst þverstæða.
Þórbergur ungi neitar að gera sér grein fyrir því að óskir hans og vonir
um stúlkuna geta ómögulega ræst, án þess að hann hafni jafnframt heims-
mynd tvíhyggjunnar. Hann er oft kominn á fremsta hlunn með að uppfylla
langanir sínar og snerta Elskuna, en hann vogar sér það þó aldrei. I stað
þess telur hann sér trú um að tíminn sé nægur: „Eg verð kannski orðinn
breyttur maður á morgun" (0:227) er eilíft stef hjá honum, þegar hann er
nýbúinn að missa af tækifæri til að láta til skarar skríða, eða: „Það er nógur
tími í haust.“ (1:25) Þannig blekkir hann sjálfan sig aftur og aftur, af því að
hann getur ekki eða vill ekki hafna heimsmynd sinni; að snerta stúlkuna
væri það sama og að hafna því að grundvallarandstæður heimsmyndarinnar
séu ósættanlegar - það sama og að hafna grunnhugsun tvíhyggjunnar. Það
er þessi sjálfsblekking sem knýr Þórberg unga áfram og gerir honum kleift
að halda áfram ferð sinni í óbreyttum heimi við óbreytta heimsmynd.
Hann telur sér trú um að markmið sitt sé athöfnin, að hafa kjark til að taka
í höndina á Elskunni (og svo framvegis), en raunverulegt markmið hans
getur ekki orðið annað en þráin, það að framkvæma ekki, af því að hann
skortir kjark til að horfast í augu við þau vandamál sem athöfnin hefur í för
með sér. Hann neitar að viðurkenna staðreyndirnar og það er það sem
framvinda sögu hans byggist á, það er það sem er frásagnarvert í lífi
sögupersónunnar.
„Þessi ást var alltaf jafn-óklikkuð af fingraförum" (0:226) vegna þess að
heimsmynd tvíhyggjunnar leyfir ekki að hið heilaga sé snert; samruni hins
andlega og æðra og hins líkamlega og óæðra er útilokaður. Því er það, að í
hvert sinn sem Þórbergur ungi nálgast stúlkuna tekur hugsjónin af honum
völdin og hindrar hann í að framkvæma; þráin verður eina mögulega tak-
mark hans.
Sýnd og reynd
Næstsíðasti kafli Ofvitans, sem segir frá atburðum er gerðust undir lok
sögutíma bókanna beggja, ber nafnið „Elskan mín“ en segir þó ekki mikið
af Elskunni. Þar lýsir Þórbergur því hins vegar að hann hafi komið sér upp
nýrri lífsspeki til að forða sér frá „að missa fótanna undan þunga [síns] eig-
in lífs.“ (0:308) Þessa speki segir hann hafa falist í „að taka ekkert alvar-
301