Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Page 40

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Page 40
Tímarit Máls og menningar lega, hlæja að öllu smáu og stóru, gera góðlátlegt gys að hverju og einu, jafnt háleitustu hugðarefnum sem auðvirðilegustu smámunum, [. . .]“ (0:329). Og framkvæmd þessarar lífsstefnu lýsti sér nánar tiltekið á þessa leið: Oll form og verðmæti voru húðflett og kalóneruð. [. . .] öllu umsnúið og andhverft þar til hvert pút og plagg sneri þveröfugt við alla viðurkennda skynsemi, arfgengar venjur og steinrunninn móral. (0:331) Að blanda saman háu og lágu, hátíðlegu og hversdagslegu á þennan hátt og snúa við öllum viðurkenndum gildum er einmitt það sem M. Bakhtin segir hafa einkennt kjötkveðjuhátíð miðalda, karnivalið. Meðan það stóð yfir var öllu hefðbundnu snúið á hvolf um stund og það sem venjulega var bælt niður fékk að koma upp á yfirborðið og um leið varð allt bannað og óopin- bert skyndilega leyft og opinbert. Þar á meðal hið líkamlega sem annars átti að fela, og alþýðan fékk að hlæja og ráða sér sjálf í stuttan tíma. I siðvenj- um og hlátri karnivalsins fólst gagnrýni á allt sem var viðurkennt; vald, orðræðu og siði, öll kerfi og skorður. Bakhtin telur „karnivalismann“ síðan hafa flust inn í bókmenntirnar og komi þar fram á sama hátt og á markaðs- torgunum áður; í viðsnúningi hefðbundinna gilda, í því að fara út fyrir öll leyfileg takmörk og í því að hlæja og gera gys að hinu viðtekna.9 Sú karnivalíska aðferð sem Þórbergur ungi kom sér upp til að takast á við heiminn er sú sama og sögumaðurinn notar við að setja sögupersónu sína á svið og segja frá henni. Þar fær það skoplega alltaf að sitja í fyrir- rúmi. Því hefur þegar að nokkru verið lýst hvernig Þórbergur yngri er gerður spaugilegur í textanum þegar sýnt er misræmið á milli hugmynda hans um sjálfan sig annars vegar og hins vegar þess sem hann er í raun og veru. En í textanum er einnig gert gys að tvíhyggjunni sem er allsráðandi í hugmyndaheimi hans. Þetta er gert með því að blanda saman háu og lágu, nota til að mynda hversdagslegt og niðurlægjandi orðfæri um það sem Þór- bergi unga er heilagt, en uppskrúfað og hátíðlegt málfar um það sem hon- um þykir dónalegt og varla við hæfi að tala um. Til dæmis um þetta má nefna kafla í Ofvitanum sem heitir „I. paragraf a“ og segir frá því þegar vinur Þórbergs kemur í heimsókn til hans og býður honum að koma með sér að gera hitt. Þórbergur má tæpast mæla fyrir hneykslun en vinurinn tal- ar eins og virðulegur klerkur: Og ég hygg þú mundir fasta þína miklu lönguföstu með hjartanlegri innvortisgleði, ef þú létir ekki lífsreglurnar öðlast gildi, fyrr en þú ert einu sinni búinn að smakka viðbjóð þess að slökkva hungur holdsins. Þá gætirðu 302
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.