Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Qupperneq 40
Tímarit Máls og menningar
lega, hlæja að öllu smáu og stóru, gera góðlátlegt gys að hverju og einu,
jafnt háleitustu hugðarefnum sem auðvirðilegustu smámunum, [. . .]“
(0:329). Og framkvæmd þessarar lífsstefnu lýsti sér nánar tiltekið á þessa
leið:
Oll form og verðmæti voru húðflett og kalóneruð. [. . .] öllu umsnúið og
andhverft þar til hvert pút og plagg sneri þveröfugt við alla viðurkennda
skynsemi, arfgengar venjur og steinrunninn móral. (0:331)
Að blanda saman háu og lágu, hátíðlegu og hversdagslegu á þennan hátt og
snúa við öllum viðurkenndum gildum er einmitt það sem M. Bakhtin segir
hafa einkennt kjötkveðjuhátíð miðalda, karnivalið. Meðan það stóð yfir
var öllu hefðbundnu snúið á hvolf um stund og það sem venjulega var bælt
niður fékk að koma upp á yfirborðið og um leið varð allt bannað og óopin-
bert skyndilega leyft og opinbert. Þar á meðal hið líkamlega sem annars átti
að fela, og alþýðan fékk að hlæja og ráða sér sjálf í stuttan tíma. I siðvenj-
um og hlátri karnivalsins fólst gagnrýni á allt sem var viðurkennt; vald,
orðræðu og siði, öll kerfi og skorður. Bakhtin telur „karnivalismann“ síðan
hafa flust inn í bókmenntirnar og komi þar fram á sama hátt og á markaðs-
torgunum áður; í viðsnúningi hefðbundinna gilda, í því að fara út fyrir öll
leyfileg takmörk og í því að hlæja og gera gys að hinu viðtekna.9
Sú karnivalíska aðferð sem Þórbergur ungi kom sér upp til að takast á
við heiminn er sú sama og sögumaðurinn notar við að setja sögupersónu
sína á svið og segja frá henni. Þar fær það skoplega alltaf að sitja í fyrir-
rúmi. Því hefur þegar að nokkru verið lýst hvernig Þórbergur yngri er
gerður spaugilegur í textanum þegar sýnt er misræmið á milli hugmynda
hans um sjálfan sig annars vegar og hins vegar þess sem hann er í raun og
veru. En í textanum er einnig gert gys að tvíhyggjunni sem er allsráðandi í
hugmyndaheimi hans. Þetta er gert með því að blanda saman háu og lágu,
nota til að mynda hversdagslegt og niðurlægjandi orðfæri um það sem Þór-
bergi unga er heilagt, en uppskrúfað og hátíðlegt málfar um það sem hon-
um þykir dónalegt og varla við hæfi að tala um. Til dæmis um þetta má
nefna kafla í Ofvitanum sem heitir „I. paragraf a“ og segir frá því þegar
vinur Þórbergs kemur í heimsókn til hans og býður honum að koma með
sér að gera hitt. Þórbergur má tæpast mæla fyrir hneykslun en vinurinn tal-
ar eins og virðulegur klerkur:
Og ég hygg þú mundir fasta þína miklu lönguföstu með hjartanlegri
innvortisgleði, ef þú létir ekki lífsreglurnar öðlast gildi, fyrr en þú ert einu
sinni búinn að smakka viðbjóð þess að slökkva hungur holdsins. Þá gætirðu
302