Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Side 43

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Side 43
Brotin heimsmynd vera að búa til texta sem brýtur niður þá heimsmynd sem sögupersóna hans býr við. Með texta sínum hefur hann vald yfir heiminum en sögupers- óna hans var hjálparlaus á valdi heimsins. Reyndarmarkmið sögupersón- unnar er frestunin, skorturinn, en reyndarmarkmið sögumannsins að sýna fram á að frestunin og skorturinn er eina leiðin sem er fær í þessari ómögu- legu heimsmynd, að sú reiða og það samræmi sem óskað er eftir, tví- skipting heimsins í æðra og óæðra, sál og líkama, stenst ekki, lífið er upp- lausn. Hin tvö andstæðu öfl, líf og lífshugsjón, togast sífellt á um Þórberg unga og taka völdin til skiptis. Markmið og hlutskipti hans hljóta að verða þráin og skorturinn af því að hann getur ekki hafnað tvíhyggjunni. Það getur sögumaðurinn aftur á móti. Fjarvera sýndarmarkmiðs hans er tilveru text- ans nauðsynleg í þeim skilningi að aðeins þannig getur hann komið boð- skap sínum á framfæri. Nálgun við sýndarmarkmiðið dregur allan mátt úr persónunni Þórbergi og sömuleiðis úr sögumanninum Þórbergi. Þegar persónan er að því komin að framkvæma lamast hún, og þegar sögumaður kemst næst því að vera að skrá hefðbundna ævisögu verður textinn flatur og áhrifalaus, eins og til dæmis í síðustu köflum Ofvitans þar sem hann hefur ótvíræða samúð með sögupersónunni. Það sýndarmarkmið sögumannsins að setja ævi sína upp sem sanna sögu fær stundum að njóta sín, en þegar ævisöguformið samræmist ekki hug- myndum hans um boðskaparhlutverk sitt, þá er það yfirgefið. Það sem knýr textann áfram og heldur honum uppi er nefnilega ekki það sem sögu- persónan gerir eins og í hefðbundnum ævisögum, heldur það sem hún gerir ekki, þorir ekki að gera. Og raunverulegt markmið textans verður að segja frá því sem er ekki, því sem skortir í lífi sögupersónunnar, gatinu í hug- myndaheimi hennar. Þess vegna slær sögumaður sýndarmarkmiði sínu sí- fellt á frest, til að geta haldið áfram að segja frá því sem raunverulega skipt- ir máli. Tilvitnanir og athugasemdir 1. Þessi grein er útdráttur úr ritgerð minni til B.A.-prófs í almennri bókmennta- fræði við H.I. frá vorinu 1988. I greininni er vitnað til 5. útgáfu Islenzks aðals (I) sem kom út hjá Máli og menningu 1981 og 2. útgáfu Ofvitans (O) sem kom út 1964, einnig hjá Máli og menningu. 2. Matthías Johannessen: I kompaníi við allífið. Matthías Johannessen talar við Þórberg Þórðarson. Reykjavík 1959. Bls. 99. 3. Sem dæmi um þessa þætti eða einingar má nefna að á bls. 7-51 er sagt frá aðdrag- anda þess að Þórbergur fór í Kennaraskólann og síðan veru hans þar. Kennaraskól- 305
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.