Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Blaðsíða 51

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Blaðsíða 51
Hundrab og eitt ár nefndi að gera grein fyrir guðspeki Þórbergs sem uppistöðu í öllu verki hans. Guðspekina ætla ég að leiða hjá mér, en vísa forvitnum á greinargerð Sigfúsar. Eg ætla ekki heldur að reyna að leika sambærilegan leik um ein- hver önnur efni: til þess brestur mig bæði lærdóm og tíma. Ég ætla að hugsa mér að ég komi í stofuna til Þórbergs einu sinni sem oftar, eða fari með honum í langan göngutúr, og tali þar við hann um efni sem við töluð- um um. Ég ætla að hugleiða í örfáum orðum það helzta sem við vorum vanir að rífast um meðan báðir lifðu. Og ég ætla að hugleiða þetta í ljósi þeirrar skoðunar föður míns að Þórbergur hafi fyrst og fremst verið fífl. Það er bezt ég byrji á stjórnmálum, en um þau ræddum við auðvitað mikið. Því verður til dæmis ekki með orðum lýst hvað þau Margrét höfðu þungar áhyggjur af heimspekinámi mínu vestanhafs, og það á sjálfum Harvard- háskóla sem var einn hátindur auðvaldsins í veröldinni eftir því sem þau höfðu heyrt. „Þú átt að fara til Rússlands," sögðu þau við mig þar sem ég hitti þau í Pósthússtræti. „Það er engin framtíð í öðru.“ Stjórnmálaskoðanir Þórbergs voru mér yfirleitt heldur geðþekkar. Hann var jafnaðarmaður, og ég hygg það sé ekki fjarri sanni að það hafi einkum verið afi minn sem gerði hann að jafnaðarmanni, alveg eins og foreldrar mínir og þessi sami afi áttu eftir að gera mig að jafnaðarmanni (í mörgum en ekki öllum skilningi þess margræða orðs). Ég lærði mína fyrstu heim- speki, og mína fyrstu ensku í leiðinni, á bók eftir jafnaðarmanninn Bertr- and Russell þrettán ára gamall, við sama borð á heimili afa míns og ömmu og Bréf til Éáru hafði verið skrifað við þrjátíu árum fyrr. Um jafnaðarstefnu Þórbergs verður að vísu að hafa þann fyrirvara sem mitt fólk felldi sig ekki við að Þórbergur var á síðari hluta ævinnar bylting- arsinni. Ef til vill ekki um Island og Norðurlönd - og þó átti að minnsta kosti Manga til að tala um yfirvofandi byltingu hjá okkur hér. En alla vega um lönd eins og Indland, en um Indland vissi Þórbergur töluvert mikið, kannski af guðspekilegum ástæðum fyrst og fremst. „Það getur ekkert bjargað Indlandi nema bylting," sagði hann. Ef til vill var hann ekki bylt- ingarsinni um Norðurálfu og Norðurameríku yfirleitt: um okkar heims- hluta trúði hann því frekar, að ég held, að hið gagnstæða mundi gerast við það sem hefur gerzt: að yfirburðir þjóðfélagsskipanarinnar í austanverðri álfunni mundu taka að blasa við hverjum manni, og hin vestræna þjóðfé- lagsskipan með Sillum sínum og Völdum hyrfi þar með úr sögunni þegj- andi og hljóðalaust. Viðburðirnir hafa sem kunnugt er orðið allir aðrir síð- an Þórberg leið, og nú er sameignarstefna fólks eins og hans útdauður safn- gripur. Nema hvað það virðast ekki allir átta sig á því hversu útdauð hún er, hvorki allir meðal þeirra sem einu sinni ánetjuðust henni né heldur meðal andstæðinga hennar. Sameignarstefna 20stu aldar er samt komin fyr- tmm iv 313
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.